1.11.2007 | 20:12
Frost-dagur
úff hvað það var fallegt veðrið í dag. Sólin skein og frostið var -6. Súlurnar aldrei fallegri en á sólríkum vetrardögum. Hlíðarfjall var uppljómað og kyrrðin alger yfir firðinum. Ég fór í Húsið í morgun og hitti fyrir múrarana.. þeir voru að byrja að múra inní alla glugga.. voru bara tveir þannig að það var ekki við því að búast að þetta myndi klárast í dag. En duglegir eru þeir og svakalega vandvirkir. Úlli múrari sagði mér hvernig froðuplast ég átti að kaupa kringum gluggana að utan og ég fór og pantaði í það. Hringdi í Helga pípara sem var nú staddur í Rvík og vildi fréttir af því hvenær væri von á þeim.. ekki fékk ég nú jákvæð svör, en samt...á að tala við hann aftur strax í næstu viku. Úlla fannst ekki sniðugt að þétta í kringum gluggana í þessu frosti þannig að ég náði bara í plastið eftir hádegi og fór með það yfirum. Náðum að hreinsa gólfið og taka niður stillasann í bílskúrnum svo það sé hægt að flota þar.
Fór til tengdamömmu og á fund með yfir-hjúkrunarkonunni þar. Þetta er allt í sómanum þessa dagana og þessi hjúkrunarkona mér að skapi og óvenjulega vel með á nótunum um alla hluti í sambandi við Tengdó. Tók reikningana hennar og rak þá augun í að hún er búin að vera að borga núna í ár áskrift bæði hjá Símanum og Vodafone... og líka búin að vera að borga rafmagn í tæpt ár í Kópavogi þar sem hún bjó einu sinni... og ekki nóg með það heldur líka að hún er búin að vera að borga heimsendan mat í kópavogi síðan hún flutti hingað norður í apríl... Juminn ég var farin að halda að þetta væri kannski ekki tengdamamma sem væri hér á elliheimilinu heldur einhver önnur og tengdó væri bara í full-sving í Kópavoginum ennþá... hehe.. En eftir ótal símtöl og mikið þras fékk ég þetta nú allt leiðrétt. Hvernig á þetta gamla fólk að vita hvernig þetta allt er.
Athugasemdir
Hvað er svona mikið frost, að það er komið bloggfros í systir Hér er allt í hið rólegasta, ég er á batavegi. Vísu dálítið þreklaus og orkulítil, en þetta er allt að koma. Hjörtur Elí hefur nægja orku fyrir okkur öll þessa daganna, er upp um allt og út um allt. Hann hreinlega samkjaftar og þegar hann er ekki að tala, er hann að syngja eða öskra á systir sína, oh þessir bræður, þú kannast við málið, þetta er svona svipað og í denn á milli mín og elskulega stóra bróður. Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.