Uppsögn á svefnstað.

Þetta var erfið ákvörðun að segja upp íbúðinni í dag.  En held það sé rétt í stöðunni því það setur á mig pressu og þannig vinn ég bestSmile   Þannir að 1. des ætla ég að vera flutt með allt mitt fólk í BrúnahliðSmile Bjarni sveitastjóri sagði samt við mig að það væri ekkert mál að vera lengur ef við þyrftum þannig að ég er með það sem plan B.Cool Að vísu tók ég daginn í dag heima að læra.. því ég bara VARÐ að lesa samviskunnar vegna.  Ég fór í Húsið í gær og þar var enginn þannig að ég renndi í Lúllahús og þar voru allir.. náði þeim öllum í kaffi strákunum mínum.Wink   Ég fékk leiðbeiningar um hvað ég gæti farið að gera og hvað ég ætti að kaupa að mestu... ætlaði svo í það í morgun en það var svo agalega leiðinlegt veður til að vera úti að kítta í kringum glugga en ég ætla í það á morgun... vona að það verði ekki svona slydda þá.  Múrararnir eru á fullu að klára að rétta af veggi og slétta þá... er að verða voðalega fínt.  þegar þeir eru búnir að því fara þeir vonandi í að flota gólfið bílskúrnum svo ég geti lagt flísarnar.  Ég fékk senda fáanlega lélega teikningu frá hönnunarstofunni í borginni sem ég fór til um daginn þannig að í gærkvöldið settist ég niður með Sigurði og teiknaði eldhúsið upp á nýtt.  Núna get ég því líka farið að leggja rafmagn í eldhúsið þegar múrararnir eru farnir.  Hér eru fleiri myndir sem voru teknar síðustu daga í húsinu.aðeins að stríðaAnna Sætahvítt og fíntKiddi duglegurmúrvinnamúrvinna 2múrvinna 3múrvinna 4múrvinna 5múrvinna 6valli að málavegagerðarmenn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant fá að hjálpa við að mála... allt nema loftið sko hehe.. Kíkka á herlegheitin eftir helgi. Borgerferð framundan og árshátíð.

Seeya, Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 20:06

2 identicon

Vá hvað húsið er orðið fínt.  Guðrún mín, þú ert nú ekki þekkt fyrir að fara hægt í hlutina, en 1. des.  Er það ekki aðeins of mikil bjartsýni?  Jæja, við reiknum með að verða fyrir norðan þá helgi þannig að við getum hjálpað við flutningana.  (Valla að maður þvori að skipuleggja svona fram í tíman,  síðasta skipulag gekk nú ekki upp)  Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband