31.10.2007 | 14:52
komin á klakann...brrr
þá er mín komin heim á ný... og úr 28c í bíl á kafi í snjó á Leifsstöð... og auðvitað ekki með sköfu í bílnum þannig að ég ákvað að nota kreditkortið..sem var VEL heitt eftir þessa viku og kæla það niður með að nota það sem sköfu. Kannski ekki svo galin hugmynd.. nema hvað að þegar ég svo kom að hliðinu til að komast út af stæðinu þá bara vildi ekki vélin taka við kortinu mínu og kom alltaf með villumeldingu... og fyrsta sem ég hugsaði var... nú já mín bara búin að sprengja allir heimildir og kemst ekki af stæðinu.. hvað átti ég að gera ... skilja bílinn eftir og taka rútuna með mín 90 kg af farangri!! en að lokum tók nú vélin við kortinu og ég komst út... Alda sagði mér svo síðar að þetta hefði verið vegna þess að kortið var blautt!! veit það næst
Ferðin var í alla staði frábær það var aðallega verið í búðum en líka mikið farið gott út að borða og hitta skemmtilegt fólk. Ég keypti graflax í fríhöfninni sem er nú ekki merkilegt en þegar ég var að borga spurði konan hvort ég vildi ekki kaupa matvæla tryggingu.!! hvernig tryggingu spyr ég og hún segðir þá að þetta kosti 250 kr og þá fái ég stimplað blað um að þau matvæli sem ég sé með séu leyfileg... jájá og þetta getur maður bara keypt!! þennan snepil hefði ég svo bara getað sett í poka með heimagröfnum silungi eða hverju sem er... hefði getað verið með mannakjöt og bara flogið í gegn með þessa fínu tryggingu. Eg ákvað nú að kaupa tryggingu á Salamon(laxinn) bara vegna þess að mér fannst þetta fáránlegt. Þegar við vorum að bóka okkur inn kom í ljós að vélin var alveg pakkfull og þar sem við vorum á starfsmannamiðum vorum við alveg eins viðbúnar því að komast ekki með þessari vél... en lukkan lék nú heldur betur við okkur og við fengum sæti á Saga-class...jheeehúúúúú og það fór sko ekki illa um okkur vinkonurnar þarna með matseðil og frítt áfengi... vorum bara orðnar svoooo glaðar eftir 6.5 tíma með þessa ægilega fínu þjónustu. hehe.. Mike sótti okkur á völlinn og þótti nú ekkert leiðinlegt að hafa okkur svona glaðar.
Svínsfætur voru meðal annars það sem ég smakkaði í þessari ferð. Eudeen vinur Rutar og Mike kom með þetta og við héldum nú að það væri hægt að elda þetta.. Rut er nú snilldarkokkur og það angaði allt húsið af dásamlegri likt.. en guð minn góður þegar þetta kom á borðið.. það var eins og fjórir framhandleggir á manneskju.. þetta var hreint ekki girnilegt. Við bara örguðum úr hlátri og aumingja Mike sem er svo kurteis þorði ekki annað en reyna að borða þetta þó það væri eins hart og steinn ... en það kjöt sem hægt var að kroppa af þessu var als ekki vont.. en ojj bara að horfa á þetta varð til þess að ég gat ekki borðað... þetta er kannski bara sniðug leið til að léttast.. að hafa þetta í matinn alla daga.. Eudeen hafði líka boðist til að láta hana fá hausinn af svíninu en sem betur fer afþakkaði hún það nú
Halloween partý var haldið heima hjá Rut og var mömmuklúbb hennar boðinn.. þetta var langt yfir hundrað manns og allt morandi af litlum öskudagsbörnum... allir komu með eitthvað á hlaðborðið, þetta var bara úti á lóð þannig að þetta var ótrúlega lítið mál.. Mike sá um að keyra fólkinu í Heyride og var komið við að tína epli hjá nágrönnunum.. svo áttu krakkarnir að ganga í gegnum skóginn og fá sér trick and treet poka sem hengju þar á trjánum.. þetta var frábær dagur.
við vorum líka boðin í mat til Eudeen og Lory en þau búa í húsi sem er byggt 1800 og eitthvað.. og eru búin að taka það í gegn. Þau eru með Gróðurhúsarekstur og þessi búgarður var svakalega kósí... þó svo það hafi verið mígandi mígandi mígandi rigning þegar við vorum þar.
Við fórum oftar en einu sinni á Sushi stað sem var verið að opna þarna í hverfinu og var alveg guðdómlegur... við fórum líka á pöbb niður við höfn þar sem bátafólkið leggur að. þetta var ótrúlegt upplifun. Alda stóð stjörf útí horni með hroll og gæsahúð af hryllingi...hehehe og dauðsá eftir að hafa ekki verið með latex hanska með sér.. en við Rut greinilega vanari sveitaballastemningunni fannst þetta bara áhugavert og gaman að skoða fólkið ... sem nótaben var flest allt í halloween búningum.. Elton John og tigrístýr í makahugleiðingum og guð má vita hvað.. algerlega gríðarlega fræðandi kvöldstund. ég hef aldrei séð svona margt fólk saman komið í grímubúningum. Við fórum líka á margarítu bar... merkilegt hvað margaríta er vinsæl þarna.. því mér finnst hún hún hreint ekki góð.
Þegar við vorum að fara heim á sunnudaginn var nú töf á fluginu þannig að við fórum niður í bæ á kínverskan matsölustað og fengum okkur svakalega góðan mat.. t.d. Pekingönd.. sem var hreint unaðslega góð. með henni drukkum við "mæ tæ" sem er roooosalega gott. Alveg hissa á því að hafa aldrei smakkað það áður. Á flugvellinum hittum við svo Hjölla og konuna hans.. ég hef nú ekki hitt Hjölla frá því áttatíu og eitthvað og var agalega gaman að sjá hann. Merkilegt með suma vini mans, það er bara eins og þeir gufi upp en hann var bara alveg eins og í gamladaga.
Á meðan ég var í vellystingum í útlandinu var Siggi minn í fríi og svona ægilega duglegur.. kláraði að sparsla og mála loftið og grunna allan skúrinn.. þetta er að verða rosalega fínt bara.. járnin á bílskúrshurðina eru enn tínd og ekki vitað hvenær þau koma en vonandi sem allra fyrst svo hægt verði að fara að flitja bara inn. Er komin á það að flytja bara sem allra allra fyrst inn.. gestahúsið er orðið svo kósi og fínt þannig að það verður hægt að koma sem bara sæmilega fyrir þar til restin verður til. Valli var eins og vanalega á fullu að hjálpa og Kiddi vinur Sigga kom á sunnudaginn að hjálpa líka. Börnin voru mjög dugleg að sögn Sigurðar og meira að segja svo dugleg að dótið sem Anna var látin tína úr bílnum t.d. geisladiskar ,vinnulyklar, húfur og vettlingar,hleðslutæki og fl. var sett í poka og hent.!! já það er svona þegar margir eru í því að laga til og enginn verkstjóri á staðnum En svona er þetta nú.
Athugasemdir
Jæja lífið að falla í samt horf hjá minni. gaman að vita að vel gekk í ferðinni en hvar var myndavélin er þú hittir allt fullorðna fólkið í grímubúningum ? Það er flott í kósístaðnum ykkar en ekki hef ég nú fyrr séð lampa uppsettan á "klósettsetu" áður ;o) kveðja úr Kópavogi; gamla
gamla (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:59
Velkomin heim systir. Það varð nú ekki mikið úr þessari ferð hjá mér til ykkar, en ,,húsmæðraorlof" fékk ég, og án barnanna. Ég kom heim í gær og á að taka það rólega fram yfir helgi. Heyrir í ykkur fljótlega. Kv. María frænka
María Sif (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 17:08
láttu mér batna maría mín sem fyrst svo þú getir farið að koma til okkar í heimsókn.. verður bara enn skemmtilegra þegar þú ert búinn að ná þér í heilsu og orku. Og svo lofaðir þú mér að hjálpa mér við tollinn því ekki gerir Siggi það
Guðrún Ösp, 31.10.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.