21.10.2007 | 00:37
Gisting í Gestahúsinu
komin heim út rafvirkjuninni.. gekk eins og í sögu en ekki alveg hægt að klára þannig að handlangarinn Sævar fer á morgun og klárar dæmið. Íbúðin hennar Írisar er rosalega flott en á þriðju hæð og ég var farin að halda að handlangarinn Sævar kæmist aldrei alla leið upp en allt hafðist þetta nú og það er spurning að Íris fái hann bara fleiri daga til að koma og aðstoða sig.. því það myndi bara koma karlinum í form svei mér þá.
Það var grautardagur hér í dag og ég kom heim í hádegishléinu... það er alltaf jafn gaman þegar við öll hittumst og aldrei vantar umræðuefni.. Magga , Marta og Jóhanna voru á svæðinu og ákveðið var að endurvekja frænkuklúbbinn "Ránirnar" þegar ég kæmi suður næst.(allt stuð auðvitað dó við að ég færi frá þeim)hehe.. Það var líka ákveðið að finna eina helgi með vorinu og fara í frænkuferð í Húsafell í nýja bústað Möggu og Stjána.. það verður örugglega geggjað.
Norðanfréttir: Allt þetta fína að frétta að norðan.. Smiðirnir KOMU í morgun. Ég sem var farinn að halda að Heimir hefði alveg misskilið reisugillið og haldið að það væri kveðjupartý!!!! en sem betur fer var það nú ekki.. Lúlli bara búinn að halda þeim svona ægilega busy við sitt hús.
Þeir byrjuðu að setja járnið á þakið en urðu að hætta vegna vinds og færðu sig inní bílskúr.. settu upp gips í loftið þar.. sögur segja að þeir ætli að mæta í fyrramálið líka greinilega að nota tíman meðan ég er ekki til staðar til að klúðra málunum ha!!
nneee þeir hljóta að sakna mín agalega eins og ég þeirra.
Strákarnir mínir Siggi, Elvar, Bjarki og Guffi sofa í gestahúsinu í nótt Siggi búinn að tengja útiljós þar og á lýsingunni að dæma er ekki mikill munur á ljósinu frá því og af friðarsúlunni hér í borginni.. hann keypti allt of sterka peru þannig að það sjást ekki stjörnur né annað í sveitinni. Þeir þrifu allt hátt og lágt og settu hjónarúmið inn og dýnu.. þannig að það er greinilegt hvar ég á að búa eftir að ég kem að utan.. þegar ég hringdi í kvöld lágu þeir allir undir sæng að horfa á Spiderman og ekkert smá huggulegt.. bara dauðöfundaði þá. Anna var í stelpudekri með Andreu inní bæ og ætlaði að gista þar... enda lætur hún nú ekki fréttast að hún sofi í kofa á lóðinni..
Jæja.. er að verða helling spennt fyrir morgundeginum... Fór til Júlíu frænku til að redda 30 afmælisgjöf og ná í hringa og armband í viðgerð og hreinsun... er að verða alger pæja með alla þessa skartgripi á báðum höndum.. en hvað haldið þið ...svona steinféll fyrir gleraugum þar í búðinni..þokkalegt ef ég verð búin að eyða öllum ferðapeningnum áður en ég kemst á Leifsstöð
en svona er þetta.. með mig.. þegar ég byrja get ég ekki hætt.
Heyrið ekki meira frá mér fyrr en ég er komin í Ameríkuna á morgun því ég fer beint úr skólanum útá völl.. jibbýýý
Athugasemdir
Það fara nú að koma tvær grímur á mig
. Er pláss fyrir okkur í gestahúsinu. Því að lesningunni að dæma eruð þið flutt. Skemmtu þér vel í húsmæðraorlofinu og Siggi gangi þér vel í húsasmíðinni. Kv. María Sif
Maria Sif (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:49
Nei María mín þú hlítur að fá GESTA-húsið og þau aka 30 kílómetrana He he. ´ Guðrún, verða ný gleraugu á kellu er hún kemur heim ? kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 08:38
ó já ... ægilega fín með ný gleraugu.
María mín ég skal lofa þér því að ég mun sofa í Sólgarði með þér..
dont worry be happy
Guðrún Ösp, 22.10.2007 kl. 10:34
Lýst vel á að sofa með þér í Sólgarði, ekki væri verra að drekka hluta af tollinum í leiðinni
vonandi eigið þið góðar stundir og munið að slaka á milli búðaferðanna, þótt það sé ekki annað en kíkja á pöbb og hvíla lúnar fætur.
kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:31
Gaman að kíkja hér eins og venjulega, skyldi ég ná að sjá bygginguna ykkar á þessu ári? Ef ekki þá á næsta.......
., 27.10.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.