Á leið í húsmæðraorlof

Jú mín er komin suður í skólann...og svo er stefnan tekin seinnipartinn á morgun út til Boltimore á vit Rutar, Mike og Horsmaster... með henni Öldu vinkonu. Smile Það er semsagt komið að árlegu húsmæðraorlofi.. og ég held það hafi aldrei verið jafn kærkomið og núna.. engin plön eru um hvað við ætlum að gera annað en að taka þátt í halloween-partýum, drekka rautt og hvílast svakalega vel. Sleeping Ég ætlaði nú samt ekki að tíma því á fimmtudagsmorgun að keyra úr bænum og frá Brúnahlíð... stórefast um að öðrum þyki ég svona mikilvæg í þessu byggingardæmi en mér þykir ég svakalega mikilvæg Blushen Siggi ætlar að vera ægilega duglegur á meðan og er búinn að taka sér frí í næstu viku meðan ég er úti til að halda áfram með slotið...Wink eins gott ef við ætlum að flytja inn 1.des ha?Whistling  ég lagði af stað eldsnemma á fimmtudaginn og fór beint í bankann í mos... það er nefnilega efni í heilt ritsafn hvernig allt þetta lánaferli er að ganga get ég sagt ykkur.. en ... ég ætla bara að tala fallega um húsið og bara jákvæð orka skal fylgja því alla leið.. nema get komið með smá sýnishorn...Glitnir semsagt tíndi öllum gögnunum okkar sem áttu að fara í greiðslumatið...ÖLLUM.. og eftir að það fannst... kom í ljós að fasteignasalan REMAX í MJÓDD var ekki enn búin að þinglýsa afsalinu af Lágholtinu... ég snappaði semsagt tvisvar í gær..  en þetta reddast.. það eitt er víst..öll ævintýri enda vel... Þetta bitnaði allt á Arnari vini mínum því ég þurfti að koma við hjá honum og fá lánaðar skúringargræjur til að hjálpa Erlu vinkonu að þrífa... en hann er vanur mér og ótrúlega fljótur að snúa úr mér reiðinni.    Ég kom svo við hjá Írisi því hún er í basli með rafmagn í nýju íbúðinni sem henni tókst að saga í sundur þegar hún var að fjarlægja vegg..W00t og auðvitað er rafvirkjameistarinn kallaður til ha!  nú ég sagði henni hvað ætti að kaupa og við ætlum að skoða þetta í kvöld..  Ég fór líka og lét inn teikningu af eldhúsinu til að láta hanna .. geggjað spennt að sjá hvað kemur útúr því.   Lét líka Braga hennar Erlu vinkonu fá eintak því hann var að vinna við svona hönnun og var til í að brainstorma smá.. Svo var skóli frá 5 til miðnættis.. ég var ægilega þreytt þegar ég fór að sofa.. en ekki eins þægilega þreytt eins og eftir að vera að byggja.

Á föstudaginn fór ég að þrífa með Erlu og það gekk nú kannski ekkert sérlega hratt því bankinn var endalaust að hringja og við að þeysast til að redda pappírum og þessháttar.. merkilegt að ég skyldi nú akkúrat vera með Erlu þegar ég þurfti að redda pappírum af fasteignasölunni hjá henni ekki seinna en strax.. já lukkan er nú þarna við hornið ef maður bara kíkir og lofar henni að koma líka með í ferðalagið.Cool  um Kvöldið lá ég hér á safninu í stól við hliðina á safngripnum og safnvörðurinn tók mig í fótaaðgerð og fínerý... ekkert jafnast á við að láta mömmu taka fæturna á sér í gegnInLove

skrifa meira á eftir þegar ég kem heim úr útkallinu sem rafvirkjameistari.. tek með mér handlangarann hann Sævar og rúllum þessu uppSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband