Vetrarvesen

jólin nálgastí gær var bara aldeilis allt hvítt hér í sveitinni... Siggi var búinn að hringja og vara mig við að það væri hált og ég ætti bara að setja lokurnar strax á... yheaa rightWhistling...það eru bara kerlingar sem geta ekki keyrt í smá hálku.. hugsaði ég. Og af stað fór ég án lokanna. Þetta gekk allt ljómandi vel þar til ég kom í stóru brekkuna upp að Brúnahlíð... þá bara stoppaði hann í miðri brekku og byrjaði að renna og renna og renna afturábak og út á hliðW00t.... ég var með hádegismatinn handa Múrurunum í bílnum og það flaug aðallega í gegnum hausinn á mér að nú fengju þeir engan mat og það yrði nú falleg sjón fyrir sjúkraflutningamennina að draga mig útúr bílnum eftir að hafa rúllað niður hliðina með 4 lasangna skammta um mig alla!!Sideways já ekki að börnin yrðu móðurlaus...neee .. ég er of klikkuð til að hugsa um það. Nú en ég þessi svakalegi ökumaður náði að beina bílnum útí kannt og bakka svo og snúa við.. Snillingur skoCool.. Ég fór svo niður á bensínstöð og fékk lánaða töng og setti lokurnar á og allir fengu sinn mat þótt seint væri.

Strákarnir byrjuðu að rétta af bílskúrsveggina og pússa þá.. það er svakaleg vinna í þessu múri! ég hélt ekki að þetta væri svona mikið.. Og eins og ég sagði við strákana þá skil ég ekki þá sem velja sér þetta sem starfsgrein... þetta lítur út fyrir að vera geggjað leiðinlegt.. þannig að þá er það á hreinu að múrvinna er ekki fyrir mig.. nema flísalögn, hún er skemmtileg. Ég held mig bara enn við smiðinn og rafvirkjann. Ég náði að plasta helminginn af austari hlutanum á loftinu og svei mér þá... það er algerlega slétt og fínt hjá mér þó ég sé ein í þessu...en mikið er ég lengi svona ein drengur.199Haukur múraradrengirnirStreptakokki?síðasta smurninginsvart er það

Þegar ég var að fara að leggja af stað að ná í Elvar og Bjarka í Hrafnagilsskóla á æfingu, þá bara vildi svarta tröllið ekki í gang.. alveg dautt. Djö hvað ég varð pirruð. Fékk Vidda Múr til að gefa mér straum en þegar ég var búin að starta og tók kaplana af drap hann alltaf á sér...Þetta prufaði ég margoft.. en hann náði ekki að halda hleðslunni.. Það sauð á mér og ekki bætti það skapið að Guðfinnur gelti látlaust allan tíman í búrinu.. ég var alveg að missa mig... þegar ég hljóp til Helgu til að fá far í bæinn að ná í ljóta rauð... ég var ekki nema klukkutíma of sein að ná í ormana mína og bjóst við þvílíkum fyrirlestri og skömmum frá eldra stykkinu en það var ekkert nema skilningsríkt og þolinmótt bros sem beið mín.. já hann kemur stundum á óvart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara aðeins að kíkka. Ligg veik heima og hef ekkert að gera. Var nátturulega ekki búin að versla það sem ég hefði getað verið að dúlla mér við núna... það er gluggafilmurnar og hilluna sem ég á eftir að setja upp.

Heyrumst, Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:33

2 identicon

Það er nú aldrei lognmollan í kringum þig kæra systir!!!

Hér gengur allt sin vana gang, að vísu hef ég verið með verki í bakinu og ekki getað mætt í vinnu, en þetta er allt að koma og stefni að því að verða stálsleginn. Nú fer að styttat í að við komum norður, þar að segja ég með tvö þessi yngri að minsta kosti. Það er mikil tilhlökkun og Elín Ása telur daganna þangað til að við förum. Gangi ykkur vel í snjónum og með þrifin í kringum múrið. Að fenginni reynslu virðist múrvinnan vera heldur subbuleg Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:19

3 identicon

Halló halló halló   í dag +17°  og þá að sjálfsögðu ekkért blogg  ég veit að þú ert á leið til útlanda en sorry  hvað með okkur hérna á klakanum ekki skilja okkur eftir  allavega okkkur sem erum alltaf að fylgast með    "við viljum FRÉTTIR"

ragna (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband