17.10.2007 | 07:49
Afmælisdagurinn
þetta var svakalega góður dagur... það var mikið dekur í gangi..Siggi og krakkarnir gáfu mér úr og hálendishandbókina.. allar gönguleiðir og svona.. fór í heilnudd til Ingu og það var ekkert smá gott... fór út að borða með Sigrúnu og það var líka mjög skemmtilegt... fór til Ölfu í kærkomið spjall og fekk ROSALEGA flott silkiblóm frá henni...svo var tekin spóla og Nings og tærnar uppí loft um kvöldið... úff þetta var svo kærkomin hvíld.
En auðvitað gekk dagurinn ekki bara útá mig Múrararnir mættu um morguninn og byrjuðu að múra..JIBBÝ. ég fór í búðaráp að skoða salerni, vaska, og sturtuveggi og dínur... það er eitt sem er alveg ómögulegt með að máta þetta... ég meina maður á eftir að sitja á setunni í ansi marga tíma... og það er bara einhvernvegin ekki við hæfi að setjast og máta setuna inní þessum búðum.. enginn kippir sér upp við að maður leggst í rúm og mátar dínur.. en ef ég sæti nú á einu wc í húsasmiðjunni og mátaði þætti ég nú kanski pínu skrítin.. ég sagði við einn sölumanninn að það yrði nú að fara að gera lokuð rými svo maður geti mátað þetta við veltum því líka fyrir okkur hvort það væri kanski bara sniðjugt að konur mættu bara í pilsum í svona skoðunarferðir En þetta fór nú allt vel og ég varð mér ekkert til skammar í þetta sinn.. Við siggi hittumst svo hjá Denný eftir vinnu hjá honum og hún færði mér íslensku plöntuhandbókina.. svakalega flott bók. Langar geggjað í bokina íslenskar lækningajurtir.. en hún varð uppseld strax og verður líkelga ekki prenntuð oftar.. mjög gott viðskiptadæmi að fyrst þetta selst alltaf upp þá borgar sig ekkert að vera að prennta þetta!!!
Athugasemdir
Enn og aftur til hamingju með daginn þinn, það var nú gott að það væri hægt að hægja aðeins á þér og ná þér niður smá ;o) En nú finnst þér húsið þitt "minnka" þegar allir veggir eru ornir svona dökkir he he......... ferð að hafa áhyggjur um plássleysi ;-) kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.