12.10.2007 | 08:24
Þeir bara verða að fara að koma aftur!!
Ég get svo svarið það að smiðirnir bara verða að fara að koma aftur..MÉR LEIÐIST SVO. ég bara held mér ekki að verki nema smá stund í einu og þá er ég bara farin að skoða blöðin eða hringja.. já ég held ég sé búin að hringja í næstum alla sem ég þekki síðustu daga..hehehe en er nú samt búin að vera dugleg ekki misskilja mig..búin að leggja allt rafmagnið í útveggina nema einn tengil uppi milli stafnglugganna.. geri það í dag.. búin að líma múrarateip í kringum alla glugga.. búin að einangra súlurnar á milli glugganna.. búin að setja alla ull í loftið nema rétt við einn vegg þar sem þarf að klæða hann fyrst... búin að sparsla og pússa svolítið... búin að taka utanaf súlunum eins og hægt er....búin að sópa geggjað oft... Siggi kom heim í gær og honum fannst ég hafa verið voða dugleg... þannig að kannski er það bara málið að ég, Guffi, ELVIS og QUEEN "einu diskarnir á staðnum" erum orðin leið á hvort öðru í pásum og þannig.. að vísu kom Halldór hundur í dag og það gerði okkur nú svolítið glöð að hafa hjá okkur sem gest í hádegismat. Í fyrradag kom Denni smiður .. ef ég hefði verið hundur hefði ég látið ein og Guffi , flaðrað upp um hann og sýnt honum hvað ég væri glöð að sjá hann.. en ég hamdi mig nú og hann kom inn og var að ná í eitthvað dót... ég reyndi að sýna honum allt sem mér datt í hug til að tefja hann hjá mér en allt kom fyrir ekki....hann fór aftur. Með þessi fínu skilaboð um að hann hefði heyrt að múrarinn væri að losna eitthvað og hann hvatti mig til að drífa mig í að gera allt klárt fyrir múrverk... VÁ ég bara stressaðist gjörsamlega upp og byrjaði að djöflast... það er nefnilega svo merkilegt við mig að ég þarf vanalega að hafa þessa ægilegu pressu til að ég vinni almennilega. Þetta semsagt bjargaði deginum Þegar ég var að ná í froðuplastið ákvað ég að renna í Lúlla-hús og ath hvenær von væri á múraranum því ég sá fyrir mér að vera að vinna alla nóttina og börnin voru nú ekkert hoppandi sæl með það.. en Múrarininn brosti nú bara og sagði mér að slaka alveg á því hann myndi koma á mánudag í fyrsta lagi.. púff þá lak loftið nú rólega úr blöðrunni og mín keyrði rólega heim í húsið á ný, settist með tærnar uppí loft smá stund.. að vísu með skólabók....
Inga kom svo við hjá mér og við spjölluðum vel og lengi um framtíð okkar sem græðara og fleira. Merkilegt hvað við eigum margt sameiginlegt.. bara hugsum oft rosalega mikið eins... það er kannski vegna þess að við vorum sambýliskonur í denn... hver veit. Við eigum eftir að vinna vel saman í framtíðinni.
í Gær kom svo Heimir smiður í húsið í ægilegum spreng að fá nagla þar sem allt var að springa hjá Lúlla-ling í steypuvinnunni.. náði nú ekki helmingnum sem maðurinn var að segja með mót sem sprungu og enga nagla og allt í pati..hehe.. en ef ég þekki hann rétt þá hefur hann nú reddað þessu fínt. Ég reyndi nú að koma því að hvenær væri von á þeim til mín aftur og það væri nú ekta þakveður.. en hann er eins og þingmennirnir og forðast öll svör.. er snillingur í því sko. Skil það vel.. betra að segja minna en að þurfa að svíkja.. mikill kostur.
Strákarnir komu á lóðina eftir skóla og einn vinur Bjarka.. það var mikið fjör og bogarnir úr rafmagnsrörunum alveg að standa fyrir sínu... að vísu leist mér nú lítið á það þegar Elvar var búinn að líma nagla framan á örina og skarst aðeins í leikinn Þaðan var brunað á bekkjarkvöld hjá Elvari en ég mætti nú allt of seint því ég þurfti að ná í Önnu og Andreu vinkonu hennar og fara í sturtu..maður getur náttúrulega ekki sjokkerað sveitungana að vera drullug á mannamótum... þegar ég kom sat Siggi með kúfaðan disk af kræsingum... og fullan munn líka... Vá hvað allir komu með flott með sér.. það voru þvílíku réttirnir og hnallþórurnar.. og Elvar kom með FLÖGUR... er örugglega umtöluð í sveitinni núna fyrir hvað ég er ómyndarleg húsmóðir.. hvernig á maður að vita að fólk sem stendur á haus í sláturtíð og smalamennsku hafi tíma í þetta líka?? Kannski ég ætti að ganga í kvennafélagið og læra að vera alvöru sveitakona!!!
Verð að láta þessa mynd fljóta með sem Kristín "gömul" skólasystir mín setti á bloggið sitt í gær.. ég bara gat ekki hætt að brosa þegar ég sá hana.. almáttugur hvað við vorum lítil og ASNALEG
Talið frá vinstri:
standandi röð: Sigga, Kristín, Arnar, Magga Júll, Jón Árni, Hedda, Alli, Sævar, DOddi, Magga Páls, Helga Dóra, Rakel, Mæja
Krjúpandi röð: Biggi Karls, Brói, Gummi, Birgir Steinar, Þyrí, Ásta og Eskimóinn ég
Athugasemdir
Leifðu bara sveitungunum að hugsa sitt. Þegar húsið er til átt þú eftir að toppa þau með þinni snilld í marenstertum og gerbrauði. Ég er heima með Hjört Elí, hann er búin að vera slæmur af hósta og er komin með smá hita núna. Ég er að fara á námskeið um helgina með Guðjóni Bergman; þú ert það sem þú hugsar. Ég hlakka bara til, vonandi á ég eftir að læra heilmikið og verð alveg frábær og geta allt sem mér dettur í hug Kv María Sif og Hjörtur Elí hinn lasni
María Sif (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 09:24
María mín ... ég er með hugmynd... hugsaðu bara um mig... þá verðum við alveg eins hehehe nei grín. mér líst afskaplega vel á þetta hjá þér og mæli með öllu sem heitir að rækta sjálfan sig... maður verður að muna það stundum segja þeir.
Guðrún Ösp, 12.10.2007 kl. 09:35
Úff geðheilsu minni bjargað og myndin af bekknum frábær þú ert nú algjört krútt og ég þarf örugglega engan Guðjón Bergman ég hef GÖSP og það er frábært
sjáumst um helgina
Ragna (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:25
Já sko mína ritstíflan losnuð, það er merkilegt með þig þú virðist ekki geta unnið að fullum krafti nema undir pressu og helst orðin heldur sein að öllu, þá gengur allt vel hjá þér. En gaman að þessari gömlu mynd (o; kv. gamla.
gamla (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.