Óskýranleg líðan.

Hvernig stendur á því að stundum þá líður mér eins og það sé eitthvað að gerast í orkunni í kringum mig sem ég fæ ekki að taka þátt í?  Í dag er mér búið að líða svo furðulega... samt er ég svo glöð og sátt við lífið og tilveruna.. Það er einn staður á lóðinni sem er mjög sérstakur og mér líður svo sérstaklega vel á honum.. það er ekki lautin hans Sigga Smile  Þetta er hjá trjánum sem ég skýrði í höfuðið á ömmum mínum og öfum. Ég fór þangað í dag og settist niður og var að horfa á haustlitina..  Það að geta notið kyrrðarinnar og náttúrunnar er svo dýrmætt, mér var hugsað til Ömmu á Laug.. hversu oft ég hefði verið með henni á haustin í berjamó og notið með henni haustlitanna... Hún hefði notið þess að horfa yfir innbæinn og sjá litina sem skarta sín fegursta þessa dagana.  Ég var sérstaklega heppin með ömmur og afa og er enn því ég á ennþá bæði ömmu í Rán og Maríu ömmu á lífi...og eru þær enn mjög sterkir persónuleikar.  Hvernig grýtaætli ég verði þegar ég er orðin 80+? já þið sjáið að ég er á einhverju ægilegu flugi í dag... kannski er það vegna þess að ég á bráðum afmæli?? Wizard Jibbý og ég elska að fá pakka... er nú þegar búin að fá einnSmile frá mömmu og pabba.. þennan fína stóra leirpott í eldhúsið mitt svo ég geti eldað fleiri en einn kjúkling í einu...mmm það verður svo góður matur úr þessu..á nefnilega bara lítinn. 

Ég og Guffi spörsluðum og vesenuðumst í húsinu í dag ... fórum í húsasmiðjuna að ná í restina af ullinni og byrjuðum á plastinu í loftið... pöntuðum froðuplast og svona stúss.. Ég fór líka í bankann fyrir tengdó og þar sem hún er farin að tapa minninu svo mikið man hún ekki lengur nein númer og það er ekkert grín að ætla að fá að setja inn ný leyninúmer og þessháttar.. því hún varð að muna þau gömlu fyrst..!!!! . hvernig ætli ég verði.. sem nú þegar man aldrei nokkurn skapaðan hlut nema einhvern óþarfa.. CryingSmile
IMG_8470IMG_8471Bjarki fór heim með Guðmundi eftir skóla og þar var nóg um að vera þegar ég kom í kvöld að sækja hann... þeir á fullu að æfa sig að prjóna á hjólum í skemmunni og Anna í Ártúni og Sigga á Hólum voru að úrbeina kjöt.. jájá.. auðvitað allt á fullu í sláturtíð hér í sveitinni.. þær svona alsælar með sig og búnar að vera að gera kæfu og hakk og spergla og guð má vita hvað.Smile  Ég vildi óska að ég kynni eitthvað af þessu.. held þetta hljóti að vera viss stemning að standa í þessu öllu á haustin.  Þetta eru hörku konur báðar tvær.  Júlíus kom til mín þegar ég kom ... auðvitað eins og sól í fyllingu eins og vanalega.. þetta barn er nú meiri sólargeislinn.. og hefur algerlega breytt lífi Elvars að fá að eiga hann sem vin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

afmæli hvað..... Það er búið að kaupa pakka handa þér á þessu heimili, hvað það er kemur í ljós.  Kannski komum við bara með hann um mánaðarmótin heheheheh.  Gaman að heyra hvað allt gengur vel í húsinu og hjá honum Elvari mínum.  Hann á það svo sannarlega skilið að eignast góðan félaga.   Amma á Laug var alveg einstök og svo mikil haust kona.  Við erum heppnar að við fengum að kynnast henni og fá að upplifa svona margt í gegnum hana.  Stundum vildi ég óska þess að hún hefði verið hérna megin með okkur til að fá að upplifa öll barnabörnin sín, sem hún hlakkaði svo mikið til að fá. En ég veit að þessi elska er alltaf að sniglast í kringum okkur og gæta okkur.   Kv. María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:48

2 identicon

já vinkona þú ert nú einstaklega næm og frábært að hafa einn svona góðan stað á stóru stóru lóðinni. Frábær hjón þið Siggi, hann sofandi í laut og þú að njóta lífsins á milli trjánna  Gott að heyra að þú ert að slappa af eftir góða törn. Mesta stressið búið og húsið orðið fokhelt, ætli það hafi ekki gerst á met tíma - er búið að tékka því. Spurning hvort það hafi ekki gert gæfumuninn að þú varst á naglabyssunni á þakinu (þó hún hafi sjálf reynt að hægja aðeins á þér). Kv.Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hrikalega girnilegur kjúklingaréttur. Spurningur um uppskriftina!!!!!

Ef þú skreppur annars á síðuna mína geturðu séð tæplega tuttugu ára gamla mynd af þér. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.10.2007 kl. 19:54

4 identicon

Ummm  kjúllin   .. það er allt í lagi að taka pásu á blogginu einn dag  en tveir   það er of mikið fyrir mig    plísssss  meira blogg það er svooo uppbyggjandi að lesa skrifin þín hvort sem þú hefur fengið amor ör í rassin eður ei.

Ragna (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:15

5 identicon

Gott hjá þér að slappa aðeins af eftir törnina og ekki verra að geta notið umhverfisins :) Jæja á ekkert að fara að skrifa meira ??  Það er ekki hægt að dag eftir dag er ekkert er maður opnar síðuna  (o;  En kannski lagast þetta nú er þú verður búin að opna alla pakkana á mánudaginn he heee. Það verður gaman hjá þér um helgina að fá bróður og fjölsk. norður. kannski verður  tölvu og sjónvarps - lögn frágengin eftir þá heimsókn. kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband