9.10.2007 | 07:57
Eldhúsið komið á gólfið
Dagurinn í gær var einhvernvegin voð tættur. Siggi er farinn suður í viku og Heimir og félagar eru að vinna hjá Lúlla þannig að við Guðfinnur erum aldeilis ein að vinna í húsinu. við bara horfðum á hvort annað mestahluta dagsins og létum okkur leiðast. Við fórum nú yfir til smiðanna smá í heimsókn og Guffi var ekkert smá glaður að sjá þá og var ekkert á því að fara með mér aftur... Við fórum í bankaferð og svona stúss... húsasmiðjuna að kaupa meiri ull... síðasta jógatímann... kaffihús með Sigrúnu. Fór svo yfir og setti smá ull upp en það var svo ægilega gott veður að mig langaði að vera aðeins úti og fór að rífa smá utanaf súlunum og naglhreinsa og svona hluti sem er ekkert gaman að gera í rigningu og kulda.
Erla kom svo seinnipartinn til að aðstoða mig við að skipuleggja eldhúsið því það er svo mikið betra að tala um það við einhvern en að hugsa þetta. Ég er nefnilega búin að hugsa þetta svo agalega mikið og það eru allt of margar hugmyndir í hausnum en komast inn í eitt eldhús. Ég ég var búin að setja þetta upp í IKEA forritinu og við færðum þetta fram og til baka og teiknuðum svo lokafærsluna á gólfið og löbbuðum um eldhúsið ímyndaða ægilega fínar. þó eldhúsið sé rúmir 38 m2 þá bara þyrfti það að vera mun stærra ef það ætti að vera með öllu því sem mig langar að hafa... en ég er sátt núna... alveg ljómandi sátt.
Mamma má ég fá tein í augabrúnina? en tunguna? en tattú? Juminn ég veit ekki hvað ég hef átt þessa umræðu oft við unglinginn minn. Og í fyrra þegar hún var í Boltimore hjá Rut og Mike náði hún að gabba mig að hún hefði sett tein í tunguna og Rut hjálpaði henni með að plata okkur og ég get ekki lýst dramanu í kringum það... ég bara missti mig í grát og sá bara fyrir mér hana hlaupa upp í ofnæmi í tungunni og deyja og missa bragðskynið og guð má vita hvað.. djókið sló eftirminnilega í gegn því þær náðu bæði mér og Sigga alveg. Eftir þetta hefur hún ekki beðið um neina aukahluti fyrr en í gær þá hringdi hún og spurði hvort hún mætti fá lokk í uppeyrað... ég var nú ekki hrifin en samt fannst mér þetta skást af öllu sem hún hefur beðið um. Og þetta er á stað sem sést lítið ef hún lætur gróa aftur fyrir. Þannig að nú hún með lokk. Rut í guðanna bænum segðu henni að þetta hafi bara verið málið svo hún verði alsæl
Athugasemdir
Díssses Anna þú ert svooooo flott að þú mátt ekki eyðileggja þig tattú og pinnar hér og þar jú smart í smá tíma en svo þegar þú verður eldri tennurnar í skralli eftir pinnan tala nú ekki um bragðskyn og annað og tattú afmyndað af því að viðkomandi hefur bætt á sig smá forða hér og þar og myndin sem var flott sem 16 ára þarf að fjarlægja með tilheyrandi örum um 20 ára aldurinn því það er orðið afskræmt og ljótt eða er ekki alveg á þeim stað sem maður helst vildi hafa það . Sammála yfirvaldinu þessi lokkur er svosem ók það sést lítið .
Hmmm með eldhúsið hvað ætli frúin ætli að hafa þar 38m2 og ekki nóg hvað með okkur hin sem erum með minni eldhús og finnst við hafa pláss fyrir allt
Ragna (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:21
hehe þú mátt ekki gleyma Ragga mín að ég er STÓR og þarf mikið pláss... sérstaklega þegar ég er að elda. og svo núna þegar ég fer að útbúa líka alslags seiði í eldhúsinu þarf ég sko mikið pláss fyrir flöskur og allt það lofa þér því að þetta verður ekki of stórt.
Guðrún Ösp, 9.10.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.