6.10.2007 | 23:03
Safngripurinn faðir minn er án meðvitundar í lok dags.
Mikið svakalega byrjaði hann vel í morgun faðir minn.. svona líka ákafur í að kenna mér þetta fullkomlega að það hálfa væri nóg. ég fékk 10 fyrir raflögnina sem ég, Heimir og Búi lögðum.. þannig að það er ekki slæmt.. Hann semsagt kenndi mér að leggja í milliveggi og svo var farið í að draga í... ju minn eini hvað þetta var mikill dráttur...bara svaka átök og allt of margir vírar að troðast í gegnum allt of mjótt rör.. er ekki nokkur leið að skilja afhverju það er verið að hafa þessi grönnu rör þegar það er svo yfirdrifið nóg pláss fyrir helmingi stærri!!! það er bara vaninn að gera þetta svona segir pabbi.. þvílík rök. Þetta gekk nú allt saman ljómandi samt.. þrátt fyrir nokkur óhöpp eins og tildæmis boraði ég í peysuna hans pabba ... pabbi týndi gleraugunum sínum á 1. klukkutímanum en sem betur fer var mamma nú með ein vara handa honum.. það er nefnilega svo skrítið að það er farið að framleiða þessar ídráttafjaðrir með svo agalega litlu gati Við notuðum voða mikið bleikan lit í dag í dráttinn því að guli liturinn sem pabbi sagði mér að kaupa,,, var víst hætt að selja árið 1968!! og svo er ég að treysta honum í þessa hluti..og hann er með liti og aðferðir úr fornöld!!!
Það kom Dani á svæðið með með Rögnu og Gunna í dag sem komu færandi hendi með eldhúsborð í nýja húsið.. það er hringlótt þannig að nú geta verið hringborðsumræður í Brúnahlíð..ekki veitir nú af Daninn var hann Hlynur svona líka ægilega glaður.. ég var að sýna honum skipulagið á húsinu og þar sem við vorum staðsett í sturtunni fannst mér upplagt að taka mynd af okkur saman í sturtu Ragga mín þú kemur bara með mér næst í sturtu..hehe
Siggi sagaði úr gestahúsinu fyrir allar lagnir þannig að nú fer bara að styttast í að það verði klósettaðstaða á svæðinu... getum farið að moka yfir holurnar sem við höfum notað hingað til..hehe nei grín.. erum sko með þvílíkt gott aðgengi að klósetti hjá Helgu og Stebba granna. Siggi og Valli fóru svo í það að setja ull og Anna tók svo við af afa sínum eftir að hafa þrifið allt hátt og lágt með ömmu sinni í gestahúsinu.. þetta rok gékk hjá Sigga og Önnu og ég var nú dauðfegin að vera ekki í ullinni í dag.. hún er nú meira ógeðið.
Strákarnir undu sér mjög vel í dag og voru þeir meðal annars að búa til hús úr þakullinni og leika sér að búa til boga og hljóðfæri úr rafmagnsrörum Heiddi vinur Sæma kom og þar sem hann er nú málari náðum við að pumpa hann heilan helling hvernig best væri að gera sparslið og fleira.. hann tók nú ekkert illa í það að koma og sparsla háa vegginn í stofunni..með því skilyrði að við yrðum ekki brjál ef það yrði ekki fullkomið!! iss hengir maður ekki bara myndir yfir mistökin?? ojú held það nú Mamma var yfirsópari og yfir handlangari og stoppaði ekki í allan dag konan.. það vantar ekki kraftinn í þetta fullorðna fólk.
Athugasemdir
Það hefur nú ýmislegt gengið á í gær, hlegið skammast og bölvað Ég vildi að ég hefði verið með í þessu, ég sakna svo stundanna saman Það verður bara skemmtilegra þegar að þeim kemur. Pabbi hefur aldeilis verði duglegur í gær, með víranna, strákarnir hafa selt honum bleikan og sagt við hann að hann væri gulur, hann sér hvort sem ekkert muninn Bið að heilsa hljóðfærasmiðunum og öllum hinum. Ég veit ekki hvar ég væri ef þú værir ekki að blogga og ég gæti fengið að fylgjast með herlegheitunum. Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 07:59
Ehemm.... veit nu hreint ekki hversu ánægd ég er med thetta. Hleypi karlinum af stad til Íslands, og thá hoppar hann bara i sturtu med frænku minni, og thad fyrir framan foreldra mína!!!! Ég held ég verdi nu bara ad afturkalla brottfararleyfi hans til USA. Manninum er greinilega ekki treystandi svona einum á ferd!!! ;)
Annars lærdi ég allt á timburkyndinguna okkar hér i dag. Thegar ég kom nidur í kjallara upp úr hádegi stendur thar öll nágrannafjölskyldan. Kyndingin er slokknud og karlinn fyrir nedan buinn ad rekja vandann til ad snigillinn sem á ad moka upp svona trépillum i kyndinguna er brotinn. Nema hvad... langa sögu stutta, sker karlinn sig svo hrikalega illa i fingrinum ad thad verdur ad sækja hingad sjúkrabíl og allt og thar sem sonur hans er fingurbrotinn sídan á midvikudag og karlinn minn bara ad bada sig med frænkum mínum, kom thad i minn hlut ásamt heimasætunni á nedrihædinni ad græja upp vara skammtaranum og bera hér inn um 100 kg af trépillum og koma thessu fyrir og i gang aftur, enda ad verda ansi kalt i kofanum.
...veikara kynid - hvad!!!!
Kv. Ragga rykuga i hlyjunni í Köben
Ragga frænka (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:49
Yfirsóparinn og gamalmennið komu hér við um kvöldmatarleytið, nokkuð spræk eftir helgarverkin sýndist mér, þetta með litblinduna vissir þú fyrir ekki satt? Gaman annars að sjá hvað gengur vel hjá ykkur....
P.s... þetta með safngripinn föður þinn, þú veist að hann kemst ekki á smáminjasafnið þarna í Eyjafirðinum... er of stór?
Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:07
María... já það hefði ekki verið slæmt að hafa þig hér líka því þessi helgi var ljómandi góð og mikið hlegið.
Ragga... þú sérð nú á myndinni að hann er ekkert sérlega spenntur í sturtunni með mér.. eins og barinn hundur frekar..hehehe
Halla... jú vissi þetta með litblinduna.. var það ekki grænn vaskur og blátt klósett??? hehe jú það verður seint sem við feðginin komumst á eitthvað eða í eitthvað sem heitir "smá"
Guðrún Ösp, 8.10.2007 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.