5.10.2007 | 22:31
Hann gat ekki hamið sig lengur og er á leiðinni..
Já hann faðir minn er lagður af stað norður núna til að redda þessu... hann er alveg að fara á taugum að heyra í mér vera að leggja þetta sjálf.. og held það hafi farið með hann að við vorum farin að draga í þetta sjálf... hehe. ég meir að segja hringdi á skiptiborðið hjá siglingastofnun og konan þar spurði hvort ég væri dóttir hans sem væri að leggja rafmagnið SJÁLF?? hehe hann hefur kannski ekki geta einbeitt sér að vinnunni síðustu daga vegna mín... en það hafðist að ná honum norður. Ég heyrði í mömmu áðan og þá voru þau í Borganesi... mamma alveg hundfúl þar sem pabbi hefði verið ægilega pirraður alla leiðina þangað og náð að fara fram úr 37 bílum í pirringi en svo þurfti hann auðvitað að PISSA og nú voru allir 37 bílarnir farnir framhjá aftur..hehe
Við misstum smiðina í dag yfir til Lúlla þar sem það var rigning og ekki hægt að vinna í þakinu.. þetta var svona eins og þeir væru að skilja við okkur... "við tökum þetta og þú getur haft þetta" var umræðan um skiptin á verkfærum... siggi var nú hálf svekktur að þeir tækju ekki pressuna... því þá hefði hann fengið leifi til að kaupa sér pressu. en nei nei ... ekkert meira dót alveg strax.
Ég hringdi í Byggingarfulltrúa því hann var ekki búinn að skrá eignina á fasteignamat ríkisins.. úr því samtali uppskar ég fokeldisvottorð líka og þaut af stað til að ná í það og fara með teikningar í fasteignamatið.. þá kom nú að vísu líka í ljós að arkitektinn var ekki búinn að skila næstum neinum teikningum inn af húsinu nema útlits og grunnteikningu.. þannig að ég verð að fara til hans eftir helgi og redda því hið snarasta. Hringdi í Erlu Sigrúnu vinkonu og fékk fullt af upplýsingum um lán og hvernig væri best að gera þetta og samdi við bankann um framhaldið.... Eins gott að eiga góða vini sem eru eitthvað inní þessu því þetta er nú meiri frumskógurinn.
Við Siggi vorum í því að laga til og setja ull og rafmagn í allan dag og Valli kom líka og hjálpaði okkur... hann kláraði alveg þakkantana þannig að nú eru þeir til í uppsetningu þegar styttir upp.
Elvar var heima í dag þar sem hann var gubbandi fram á nótt... þetta fer að verða vani hjá okkur að ég þarf að vera í þvotti og þrifum eina nótt á viku.. úff hvað ég var sybbin. En hann samt svo svakalega duglegur.
Anna kom á lóðina eftir skóla í dag og var uppveðruð eftir að hafa verið í Ketilhúsinu á fyrirlestri hjá Önnu listakonu... og átti margar sögur að segja okkur frá því... hún fékk smá að sópa og svo komu Karen og Stebbi og björguðu henni af kústinum... Stebbi var að að koma með gos handa okkur þessi elska og alltaf jafn gaman að sjá þau feðginin... svo sæt.
Athugasemdir
ruslpóstvörin er alveg frábær, búin að taka hana í sátt, þetta er frábær hugastærðfræði Pabbi hefur ekki getið látið það fréttast að hann hefði ekki tregið í húsið. Hann er nú alveg frábær þegar hann drífur sig á stað Valli er nú betri en enginn, hann er hörkutól maðurinn. Ég hlakka mikið til að koma norður um næstu mánaðarmót og geta sagt að ég (við) hafi tekið einhvern þátt í húsabyggingunni, þótt það verði ekki meira en að passa Guffa ling klifurkött. Ég er alveg að drepast úr strengjum núna, var í babinton á fimmtudagskvöldið og tók frekar hraustlega á. Ætlaði ekki að láta segja að ég væri enn viðvaningur í íþróttinni. Púlsmælirinn góði (sem pabbi keypti í afmælisgjöf handa mér) var nú ekki jafn ágægður með mig, fór hæðst upp í 180 og meðal púlsinn var 158. Spurning hvort maður þurfi að fara hreyfa sig meira Kv, frá öllum úr snjónum, Sunnugerðisfjölskyldan.
María Sif (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:11
Hehe. Ég sé pabba þinn alveg fyrir mér.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.10.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.