farið að hitna í kolunum

Náði í restina af þakrennunum í morgun og reddaði vírum og köplum og auðvitað fjöður til að draga í með.  Byrjuðum að draga í skúrinn þessar lengstu leiðir og gekk svona glimrandi vel þar til ég hringdi í pabba og hann bara næstum missti sig þegar ég sagði honum að ég væri byrjuð að draga í ... hann bað mig að segja þetta aftur og saup svo bara hveljurFootinMouth hva.. heldur hann að ég geti það ekki eins og allt hitt.. hann bað mig að útskýra allt sem ég væri búin að gera og það bara sló þögn á símalínuna.. ekki oft sem það gerist.. og svo byrjaði hannW00t.... BRÚNT er ekki vír sem má nota... ég skil nú ekki afhverju hann er framleiddur ef það má ekki nota hann.. þannig að ég þurfti að fara og kaupa svartan.. og skipta út brúna!!! díses.. þetta var dökkbrúnt.. og hann hefði ekki einusinni tekið eftir þessu þegar hann kæmi norður því hann er svo litblindur maðurinn... en það var svissað... ég náði nú að gera hitt allt rétt... hjúkk.  

Múrararnir komu með draslið sitt á staðinn og tóku út það sem ég var búin að gera klárt fyrir þá.. semsagt einangrunina í kringum glugga og plastið sem ég límdi til að verja gluggana... það er nú varla að ég tími að láta múra yfir raflögnina mína er svo grobbin af henni sko. Smile

hitariPíparinn kom með vatnsblásara þannig að nú fer að koma ylur í kofann... mmm.. það verður sko ekki amalega...það er ótrúlegt hvað maður sígur kuldann í sig á daginn.  Þeir koma svo í fyrramálið til að klára að græja pípurnar áður en múrarinn kemur eftir hádegi.

Múrarinn þarf 3ja fasa rafmagn á morgun og það var bara einsfasa rafmagnstengill hjá okkur þannig  að ég fór og reddaði tengli og doblaði Þröst til að koma og stinga honum í samband við töfluna eftir vinnu hjá sér þar sem Balli rafvirki var farinn til sólarlanda.  Þröstur reddaði þessu fínt þegar ég var búin að sendast í Ískraft og redda 3ja fasa öryggi... þurfti að fara og liggja á dyrunum baka til hjá strákunum því þeir voru búnir að loka..en auðvitað redduðu þeir mér. Wink 

Þakrennurnar eru komnar á og einhver önnur járn sem eru í samskeitunum.. og vonandi verður restinni af járninu hent á á morgun.

Við byrjuðum að leggja smá fyrir rafmagni inní húsi og setja í loftið í stofunni... 

Viktor Ari á afmæli í dag og hringdum við í hann og sungum öll í kórGasp  Langt síðan við höfum séð hann og söknum við hans agalega mikið.  Hann er svo sætur og yndislegur.. til hamingju ástin mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki á rangri hillu elskan mín, skelltu þér í húsasmíðina, já og allt hitt, raf, píp og soliss smámuni.  Takk fyrir að leyfa manni að fylgjast með, kveðja Halla.

Halla Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband