Rafvirkjameistari.

austurHRvesturbílskúrNú er mín ekki lengur sveinn í rafvirkjun.. nú er ég orðinn meistarinn.. og stend bara niðri á meðan ég er með tvo menn uppí rjáfri að leggja rafmagnið eftir skipunumSmile  Já maður er fljótur að hækka í tign á eigin vinnustað.. það er nú það góða við þetta.  En það verður ekki neitt sem getur toppað smiðina mína.. þeir rafvirkjarnirbara eru hrein snilld og það er ekkert sem er of flókið fyrir þá... Við erum svo himinsæl með þá að ég er að hugsa um að innrétta bara bílskúrinn fyrir þá... fínt að geta haft þá bara þar ef það þarf að gera eitthvað í húsinu í framtíðinni.Wink  Heimir hefur samstöfunina HR og ég held það hljóti að standa fyrir "Húsasmiður og Rafvirki" en ekki Heimir RögnvaldssonCool  Ég var send í ískraft til að kaupa djúpar dósir og Klof... en kom heim með litlar dósir og plastspennur!!! já þeir ískraftsmenn og pabbi minn voru nú vissir um að ég þyrfti ekki djúpar dósir, og Klof væru allt of dýr!!  Heimir var alveg æfur þegar ég kom með þessi skilaboð og átti ófá orðin um sölumennsku þeirra félaga að vilja ekki selja neitt dýrt í búðinniGrinþannig að í stað klofa voru notaðir 3" naglar.  það var klárað að leggja í skúrinn í dag ... ekkert smá gott að það er frá og það hægt að setja þá í loftið.norðurorka

 Í dag komu menn Norðurorku með hitaveitumælinn og tengdu hann... það var búið að bíða töluvert eftir þeim og algerlega tímabært að fara að fá smá il í höllina.  Þeim fannst nú að ég ætti að borga þeim fyrir að taka af þeim mynd.. en þeir fá nú ekki krónu meira en 249 þús fyrir að koma til mín í 10 mínútur... skil ekki þetta tengigjaldadæmi þeirra.  En það er nú önnur ella.Tounge

 

 
valli málariValli kom svellkaldur og grunnaði allan þakkantinn..  og hann fór sko létt með það.  Það er að vísu ekki víst að honum líði eins vel í fyrramálið þegar það fer að renna af honum því það var komið vel í annan fótinn á honum af lyktinni af grunninum að hann var alveg í vafa hvort hann gæti keyrt heimSideways  en allt fór það nú vel og ég held hann sé bara farinn að hlakka til að byrja að mála þetta á morgun með þekjandi svörtu.  Siggi er í fríi það sem eftir er vikunnar og finnst nú ekki leiðinlegt að vera með okkur á daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með titilinn snjalla vinkona.

Luvya, Alfan

Alfa (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband