1.10.2007 | 22:26
Tilboð í flísar.
Í gær þegar ég var að vesenast með rafmagnið þá sendi ég Sæma bróður mynd af lögninni og þá fékk ég símtal um hæl frá honum að það væri allt í góðu lagi með rafmagnið en hann hefði séð á myndinni að þakið hjá mér væri kolólöglegt!! það vantaði vír!!.. um leið og hann sagði það þá mundi ég að Heimir hefði talað um þennan vír og ég var búin að kaupa hann og einhver kengi til að festa hann með. Nú þegar ég kom svo í morgun þá sagði Heimir " þú hefur gleymt að setja vírinn" en hann reddaði því nú bara með þvi að setja hann utanvið plastið .. nú er verið að setja grindina í loftið sem á að klæða neðan í. Gifsveggurinn var kláraður límt fyrir glugga með múraralímbandi og plasti... þjófavörnin boruð í hurðarnar í skúrnum....tengd ljósasería um allt hús...aðeins pússað í sparslið hennar Önnu sem var ENN aðeins blautt..hehe.
Í dag gerðist ég frökk og fór fram á afslátt af afsláttarvöru .... var búin að fá hangstætt tilboð á öðrum stað en langaði mest í þessar... þannig að Siggi sagði að það væri ekkert mál ég yrði þá að ná þeim á sama prís og hinar... ég labbaði tvisvar framhjá borðinu hjá manninum sem sér um þetta.. og var alveg að guggna á þessu.. en svo lét ég mig hafa það og auðvitað fékk ég mínu fram.. EN EKKI HVAÐ!!! en erfitt var það.. það eitt er víst.
Það sem Jógað féll niður í dag fór ég í nudd til Ingu í hádeginu.. hún bara á mig olíur og mér stóð nú bara hreint ekki á sama þegar hún sagði mér að það væri svartur pipar og sítróna!!! díses ...bara eins og ætti að flambera mig á eftir og bera fram með kartöflum!!! heheh neinei.. þetta var dásamleg blanda og nuddið himneskt. Fékk svo þennan dýrindis hádegisverð hjá Ottó á eftir... þau eru á lokasprettinum að gera Byggðaveginn sem nýjan og er húsið að verða alger draumur.
Athugasemdir
Þetta var líkt þér, alltaf að flýta þér og klára sem fyrst. . En þú ert svo mikill dugnaðarforkur að Heimir fer að bjóða þér vinnu hjá sér Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.