Hátt uppi í dag.

þetta var hreint út sagt frábær dagur. Við stórfjölskyldan æddum af stað í morgun uppí hús og byrjuðum að vinna hörðum höndum... það leið ekki á löngu þar til afi Valli kom að hjálpa og hann og Elvar hreinsuðu til inni og utan við húsið allt tiltækt timbur og röðuðu þessu svona ægilega fínt í staflaGrin... Ég og Anna byrjuðum að einangra loftið og höfðum Sigurð sem handlangara niðri á milli þess sem hann var að skrúfa fastar gifsplöturnar í skúrnum... þetta gekk eins og í sögu hjá okkur mæðgum.InLove  Ég þurfti svo að hendast í Húsasmiðjuna og redda málningu og sparsli fyrir morgundaginn og grímu fyrir andlitið því eitt er víst að þessi ull fer ekki vel í öndunarvegin..Sick  Anna var ægilega dugleg og málaði eina umferð aftan á litla húsið....þreif það líka allt að innan og gerði þvílíkt fínt með hjálp strákanna.  Bjarki var svakalega slappur í morgun en svo rættist nú úr honum þegar fór að líða á daginn.Wink  um 2 komu þessir þvílíku englar Ragna og Gunni í vinnugalla og til í allt.Smile  Sem betur fer var  Ragna að koma heim frá Spáni í gær eftir að hafa verið i viku fjallgöngu í 30 stiga hita og þunnu loftslagi.. Þannig að það þurfti nú ekki að biðja hana tvisvar að koma upp á stillasann til mín.  Við vorum þvílíkt flottar þarna uppi og vorum líka með mjög góða handlangara, Sigga og Gunna niðri sem höfðu varla við að þjóna okkur með lektur...ull...plast...og borða... Smile þeir reyndu nú að fara í verk á milli, Wink þetta rokgekk og við kláruðum að einangra allt loftið í bílskúrnum hálf átta... Margar hendur vinna létt verk er það ekki!!!Grin Pabbi hringdi í sjokki um miðjan dag miður sín yfir að ég væri kannski búin að leggja rafmagnið því hann hafði gleymt að segja mér að ég yrði líka að skoða smáspennuteikningarnar til að sjá hvort það þyrfti fleiri dósir...  En það er verk morgundagsins þannig að það fór nú allt vel.. og verðu skoðað vel og vandlega í kvöld.  Erla og Matti komu líka í heimsókn í dag að kíkja .. gaman að sjá þau.Ragna og Göspuppinnannasiggisiggi smiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sumir eru jarðbundnari en aðrir, sumum fer vel að fljúga hátt en öðrum er yfirborð jarðar kærara. Já, það var mjög gaman að taka þátt í að gera nauðsynlegasta hluta hússins, þ.e.a.s. BÍLSKÚRINN. Hann verður flottur þegar hann verður klár. Til hamingju með það sem komið er af þessu stórglæsilega húsi. Kveðja; "vina"-settið

Gamla settið í Eik 3 (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband