27.9.2007 | 22:17
Bruna-varna-veggurinn kominn
Það er margt búið að gerast í dag. Ég byrjaði að fara í morgun í Blikk og tækniþjónustuna að ná í þakrennurnar sem voru til. það var svo bilað hvasst þarna niðurfrá að ég vissi ekki hvert maðurinn sem kom út með rennurnar færi þegar hviðan skall á rennunum en allt fór það nú vel og ég strappaði þetta fast við pallinn svo ég þyrfti nú ekki að horfa á eftir rennunum útá pollinn. Þegar ég kom með þakrennurnar yfir á lóð var Heimir tilbúinn með innkaupalista fyrir Húsasmiðjuna og það tók nú engan smá tíma.. alveg furðulegt.. maður kemur þarna og það er ekki nokkur maður að versla en samt er allt starfsfólkið svona ægilega upptekið.. ég veit ekki hve oft ég sagði "fyrirgefðu, en geturðu aðstoðað mig" og það var ekki fyrr en einhver skrifstofukall kom loks og bar sig auman yfir mér og við í sameiningu fundum allt það sem ég átti að kaupa.. Við Indriði fórum í stillasaleiðangur uppá brekku eftir hádegi til að ná í járnstillansa sem við fengum lánaða í vegagerðinni... Hann var heima hjá Snorra og Þóru þannig að við erum farin að snyrta til í görðum á brekkunni núna svo þurfi að æða uppí vegagerð til að ná í aukahluti á stillasan því lofthæðin er svo agaleg í skúrnum. það var reistur veggurinn milli húss og bílskúrs.. þakrennan á austurhlið fest..... og sett þakullin í útskotið í eldhúsinu. Myndirnar tala sínu máli.
Elvar kom á lóðina eftir skóla og var mjög duglegur að dunda sér... sópa og svona stúss. Bjarki fór aftur heim því honum er svo ægilega illt í fætinum ennþá Það var ansi skondið þegar ég spurði Elvar hvernig honum hefði gengið í prófinu sem hann var í í dag... en þá sagði hann "mjög vel... en ég veit nú ekki hvort Bjarka gekk vel!!" Bjarki??? var hann líka í prófi sagði ég... "jájá við vorum í sama prófinu!! Nú?? Elvar semsagt var í gærkvöldi að læra og læra undir þetta próf og fékk meira að segja Bjarka til að lesa spurningar fyrir sig svo hann gæti æft sig...bænirnar gengu útá það eitt að honum myndi ganga vel... en aldrei heyrði ég nefnt að Bjarki væri að fara í þetta próf... díses hann er svo ekki tengdur þetta barn stundum... svo þegar ég spurði afhverju hann hefði ekki æft sig þá sagði hann...ég þurfti það ekki þetta er allt inní heilanum á mér. Ég spurði þá hvað hefði verið spurt um og þá kom í ljós að ein spurningin var hvernig fólk í gamladaga gat ratað... og Bjarki svaraði " með hjálp fuglanna" en Elvar svaraði: með leiðarsteinum. hmm.... hugsa nú að þetta hafi átt að vera vörður en hann var allavega mun nær því en Herra Utanviðsig. Anna var búin að gera reddy kvöldmat þegar við komum heim.. ekkert smá huggulegt að geta bara farið beint í sturtu og svo borðað Pabbi og ég fórum svo í gegnum rafmagnsteikningarnar í gegnum síma og er ég núna útskrifuð sem rafvirki og á eftir að fara létt með þetta. Anna klipti líka Elvar í kvöld.. Myndi telja Elvar kjarkaðan.. en þetta kom bara ótrúlega vel út... Þetta getur hún blessuð... kanski ég sleppi þessu hausaklipperýi í framtíðinni
Athugasemdir
hey
var ekki búið að ræða þetta með klippinguna?
og myndin er?
jæja þá, sæl að sinni
rut (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 02:30
Já já þú verður nú með húsameistara-réttindi áður en yfir líkur Gangi þér vel með lögnina. Þetta með drengina passar nú alveg, en þú skalt nú bara bíða eftir útkomunni og sjá þá til hvort herra utan-við-sig hefur kunnað eitthvað (o; kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:03
þú getur aukið heimilistekjurnar með því að leggja rafmagnsrör og dósir í aukavinnu. Ég held að það sé varla hægt að finna ólíkari bræður, þeir eru alveg æðislegir ég er að reyna að baka eitthvað Hadda og Jóhann ætla að koma austur um helgin, Svo maður verður að sýnast og hafa afmæliskaffi. Litli drengurinn minn er að verða 14, omæ omæ. Hann er að fá fyrsta skipti útborgað núna um mánaðarmótin. Ég bað hann að taka hluta og leggja inn á bókina sína, já hann var nú alveg sammála því. Svo spurði ég hvað hann ætli að gera við afganginn, ja hmmm reiknar með að kaupa sér jafnvel HLUTABREF !!!!!! Hvaðan kemur þetta barn eiginlega, kannski geimvera. Hann erfði þetta minnsta kosti ekki frá foreldrum sínum Kv. María Sif bökunarkerlin
María Sif (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.