26.9.2007 | 21:57
Í einangrun
Nú er einangrun komin í hús.. og utanvið hús. Heimir byrjaði að setja smá í eldhúsið þannig að nú vitum við hvernig við eigum að gera þetta.
Ég hélt áfram að einangra í kringum glugga og hurðir.. og á núna bara eftir tvo glugga. er þvílíkt stressuð að þetta verði ekki nógu vel gert og þá blási í gegnum veggi eins og hjá mömmu og pabba.. og það er sko ekki í boði neitt svoleiðis klúður. Múrararnir geta komið fljótlega til okkar að múra skúrinn og því þarf núna að leggja rafmagnsdósirnar í veggina um helgina.. ég hringdi í pabba og hélt að hann hefði nú ægilega gaman að því að koma til okkar eina helgi, en nei nei.. hann segir bara að ég geti gert þetta sjálf
þetta sé ekkert mál!!! ég skil það nú ekki alveg þar sem rafvirkjun er nú nokkur ár í skóla að ég geti svo bara gert þetta.. en jæja ég hef svosem ekki láti
ð neitt stoppa mig ennþá í þessari húsbyggingu og verður líklega bara gaman að gera þetta sjálf. Ef ég verð með rosa permanett næst þegar þið sjáið mig vitið þið hvað hefur gerst.
hehe neinei.. þetta eru nú bara tómar dósir og rör. Það var byrjað á milliveggnum í bílskúrinn í dag
búið að mæla þetta allt út og spá og spegulera fram og til baka.. Spónaplötur og gifs komu í dag líka í vegginn. Guffi er ekkert of sáttur við allar þessar hurðir og glugga.. hann veit aldrei hvort hann á að vera inni eða úti og er þvílíkt vesen á honum... Heimi fannst nú alveg merkilegt að ég hefði ekki sett hundalúgu á einhverja af þessum hurðum en sem betur fer gerði ég það nú ekki því það væri nú meira hundapartýið þá alla daga.
Athugasemdir
passaðu þig að einangra þig ekki með hehheh Þú ert nú svo mikill rafyrki að þetta verður nú ekkert mál. Manstu við þurftum nú alltaf að skipta sjálfar um klær í gamladag, annars var það ekki gert
Ég var svo glöð þegar ég sá að það var komið nýtt blogg þegar ég kíkti í dag, þú bjargaðir deginum. Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.