26.9.2007 | 08:51
Einangrun í kringum glugga.
Ég var að saga froðuplast og sníða í kringum glugga og hurðir í gær.. ég leit úr eins og fura með nýföllnum snjó á í lokin... mjög jólaleg
Heimir pantar og pantar efni í allt þessa dagana... þannig að það ætti ekki að vera vinnustopp mjög lengi.
Strákarnir komu á lóðina eftir skóla og Bjarki snillingur datt af hjólinu og húðfletti hnéð þvílíkt greijið... buxur ónýtar og allur pakkinn... og við að fara í afmæli til Magna.. ohhh en við vorum ekki með neitt til að þrífa þetta eða plástur þannig að við brunuðum til Ölfunnar og þar var honum sinnt eins og fótbrotinn væri
alslags hreinsigrisjur og allt hvað heitir... þetta þótti honum auðvitað ægilega góð þjónusta.. þar sem móðir hans er nú víst frekar óáhugasöm um svona og trúir á mátt VATNSINS... hvort sem það er við höfuðverk beinverkjum eða sárum... ég fæ ansi oft að heyra... Mamma mér er svo illt... og EKKI segja að það lagist með því að fá sér vatn
nú við fórum svo og keyptum fiska handa Magna í afmælisgjöf og það varð nú til þess að þeir eru orðnir alveg sjúkir í að fá fiskabúr.. en það er ekki í umræðunni hjá herra Sigurði sem hefur einu sinni fengið blóðeitrun og það var eftir að hreinsa fiskabúr..hehe Þegar við komum í afmælið hélt sáraathyglin áfram og þar fekk hann lánaðar buxur og stóra grisju á hnéð.. honum fannst nú í morgun að hann ætti að vera inni í frímó vegna þessa.. en það var ekki í boði.. enda á hann svo óskilningsríka móður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.