Glerjun og hurðir...

Það er ekki auðvelt að vera hér í borginni á meðan þetta er allt að gerast í heiðinni.. vá hvað þetta er flott að verða.. hef ég sagt ykkur hvað ég er hroðalega grobbin??Grin  Speglaglerin eru bara að koma vel út sýnist mér og þakpappinn kominn á þannig að það er að koma rétti svipurinn á heildarmyndina.

IMG_8149-3IMG_8152-2IMG_8151-2IMG_8160-2IMG_8166-2

Maður heyrir svo bara sögur af því suður fyrir heiðar að það hafi komið stormsveipur í Eyjafjörðinn.. sem fer VILLT með hreingerningaræði um allt... Sólgarður er farinn að glansa eins og í Ajax auglýsingu og bíll og börn orðin sem ný..SmileSmile  Ég er að hugsa um að hann eldhúsið mitt þannig að það verði einn skápur í því fyrir MÖMMU því þó ryksugan sé nú undur þá slær hún mömmu aldrei við.  Það er hægt að hafa bara nokkra hnykla og prjóna líka í skápnum svo henni leiðist nú ekki á meðan hún er lokuð inni.Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

summan af níu og þrettán - aðeins meiri áskorun í þetta skiptið...

Hlakka ekkert smá að sjá gluggana live.

Fékk gleðilega heimsókn hlaðna fallegum börnum Mamma þín kíkti með börnin fríðu. Anna fékk frí frá tiltekt og sópun á meðan hún kíkti til okkar og var ekkert á því að fara strax, hehe. Elvari fannst heldur laufótt í garðinum og tók aðeins til hendinni. Bjarki flaug hér um og kíkti inn um alla glugga, kannski að æfa sig fyrir nýju gluggana í sveitinni...

Hlakka til að fá þig úr borginni.

Kv. Alfan (sem er búin að bloga smá, hetjan)

Alfa (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband