20.9.2007 | 01:02
Jólin bönnuð innan 18!!!!
Í dag gekk mikið á... ég að fara suður á morgun og langaði svoooo mikið að klára að negla þakið. en það var nú ekki að spyrja að því að þegar ég var í þvílíkum ham ... þá bara gafst loftpressan upp... ég bara trúði þessu nú varla.. Heimir sagði að ég skiti allt of hrattneeee það gat nú ekki verið. Gunni frændi kom svo á þessari ögurstundu og náði að kippa dýrinu í lag og ég gat haldið áfram að skjóta.. Heimir bað mig að gefa henni samt inn á milli smá pásu (pressunni sko) og hann sagði að það væri þokkalegt ef hann þyrfti að far að koma upp með reglulegu millibili til að reina að koma mér á kjaftatörn svo ég myndi stoppa smá...hehe. Nú það var nú samt svo þegar farið var að skyggja að hún gaf aftur upp öndina blessunin og ég varð að hætta ég sem hafði séð fyrir me´r að vera fram á kvöld með hellaljós á enninu við að klára þetta.. en neinei.. það tókst ekki.. SMÁ eftir og Heimir lofaði að segja öllum að ég hefði neglt allt þakið samt Ég fór í nokkrar ferðirnar í Húsó í dag og gekk svona misvel að fá hlutina sem uppá vantaði og ég var farin að halda að þetta Gluggagirði sem ég átti að kaupa væri bara eitthvað grín svo ég myndi fara fram og til baka... en neinei.. þetta reddaðist nú í þriðju ferð.. undirbúningur að því að setja hurðir og glugga í stendur sem hæðst núna og í dag þurfti að hringja í rafvirkja til að fá til að leggja í bílskúrsvegginn svo múrarinn geti skvett múr á hann áður en bílskúrshurðin fer í. Múrararnir (vá hvað það eru mörg R í því) hafa víst ekki neinn tíma fyrir þetta en lofuðu nú samt að redda þessu fyrir okkur. Ég fór í ískraft til að kaupa dósir og rör í rafmagnið. Semsagt svona þeytidagur..eins gott að ég fór í jóga í hádeginu... strákarnir sögðust vona að ég næði mér úr transinum og þeir ætluðu að vera í hópteymi í skúrnum á meðan. Það kom karl að sjóða LITLU súlurnar og líka súlur í gluggana. Það er orðið hellings dimmt núna inní húsinu eftir að þakið lokaðist.. maður þarf nú að venjast því.
Ragna og Gunni komu semsagt í dag líka og leist þeim svona svaka vel á súlurnar.. sögðu að ég gæti bara sleppt jólatrénu og dansað um súluna.. ég taldi það nú ekki við hæfi með öll þessi börn.. ég yrði þá að fara að hafa aldurstakmark . Þau stóðust nú ekki mátið að dansa smá við súluna og mátti ég með herkjum rífa þau frá henni..hehehe Ég fór svo eftir vinnu til Ölfunnar rétt með nefið og svo heim að ná í prinsessuna sem var að fara á MA ball ... já maður má auðvitað ekki missa af neinu núna í félagslífinu... Þvoði svarta bílinn .. díses hann var orðinn svo ægilega skítugur.. og Sigi örugglega skilið við mig ef hann hefði séð að ég væri að keyra svona um. Ég veit nú ekkert hvort ég verð neitt dugleg að blogga fyrir sunnan.. en sjáum til. Ef Siggi sendir myndir er aldrei að vita hvað ég geri. Allavega bæ í bili.
Athugasemdir
Hvað varla flytjið þið fyrir jól ? En samt svaka dugleg að negla þakið. varstu send í sendiferðirnar til að kæla pressuna á meðan? he he.... kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:33
Það er spurning að panta auka súlu og gefa Gunna og Rögnu í jólagjöf þar sem börnin eru farin að heiman og aldur er löglegur í jólahaldinu hjá þeim Svakalega gengur vel í byggingarvinnunni, þetta er alveg frábært. Heimir fer að ráða þig í vinnu hjá sér, hann verður bara með tvær byssur, sem þú skiptist á að nota Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.