Gluggar komnir í hús og þakið að lokast..jibbý

Það var byrjað að loka þakinu í dag.. fjölunum úr stillansa-niðurrifinu eru notaðar til að loka.. Við höfðum nu ekki flokkað þetta nógu vel um helgina.. þannig að ég var í því í dag að sortera þetta og rétta upp til þeirra.  Heimir sagaði af endunum á sperrunum fyrir þakskyggnið.  Þeir náðu að loka austurhliðinni og er farið að dimma núna aðeins inni í húsinuErrm  en samt mjög kósí.  Það var hringt frá Berkinum til að láta vita að gluggarnir væru til og ég hringdi í Árna Grant og fékk hann til að ná í þá ásamt bílskúrshurðinni... fylgdi opnari og allt meðSmile  Hurðirnar verða svo til á fimmtudaginn, reiknaði Ingimar með, því þeir ætla að glerja þær fyrir okkur.  Indriði fór og tók niður fánan hjá okkur.. þar sem við erum víst að brjóta fánalög með því að hafa hann uppi...hann hljóp um þakið singjandi hæ hó jibbý jei það er kominn 17 júní.. greinilega ruglast aðeins á mánuðum maðurinn..hehe Wizard Denni tók sig líka vel út sem fánaberi.Wink Ég fór og náði í ísskáp á Flytjanda sem Gunni frændi á og þreif hann upp og fyllti af baukumShocking  nú verður hægt að fá sér einn kaldann í heita veðrinu hér ... brrr það var svo kalt í morgun.. hvar er haustið.. eigum við bara að fara beint í veturinn??  Bjarki og Guðmundur eirðu sér vel í dag á lóðinni eftir skóla og fóru í hjóltúra og komu með kanínu í heimsókn og tíndu spýtur.. voða duglegir.  Elvar fór í Ártún til Júlíusar og Anna fór að hitta Halla-ling.  Siggi búinn að hringja nokkrum sinnum í dag og er alveg að deyja hann langar svo að vera í húsinu að hjálpa..hehe

IMG_8089IMG_8091IMG_8093IMG_8095IMG_8099IMG_8100IMG_8101


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En æðislegt hjá ykkur.  Hlakka til að skoða þetta um helgina  kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband