16.9.2007 | 21:42
Bílskúrinn spúlaður og pússaður
Það var kalt í dag... úff... haglél og snjókoma til skiptis. Við náðum að klárá að rífa niður timbrið að innan og löguðum helling til úti... fylltum tvo palla af rusli og fórum með. Bílskúrinn var ekkert smá tekinn í nefið.. hefði mátt ganga um þar inni á tásunum því það var svo spúlað og gert fínt... Sigga kitlaði alveg í puttana að fara að setja inn fjórhjólin og svona en ég náði nú að halda aftur af honum. Hann er búinn í fríinu sínu og byrjar að vinna í fyrramálið.. fer verstur og er að fara á límingunum að geta ekki verið að hjálpa í næstu viku.. EN ég redda þessu nú bara með smiðunum held ég... og fer létt með það..hehe. Við erum næstum komin á það að það sé nú alveg hægt að flytja inn þó það sé ekki búið að múra.. og tengja klósett..hee spennan er að fara með okkur í tóma vittleisu... Við hættum um 6 og fórum þá til Dennýar í heimsókn... og náðum í börnin... Lærdómur beið okkar heima og undirbúningur næstu viku.
Athugasemdir
Vá hvað þetta er flott hjá ykkur. Já ekki yrði ég hissa þó komin væru húsgögn um leið og þakið og gluggarnir væru komnir he he hí.......... Þið eruð fljótari að gera eitt hús en við að gera pallinn kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:59
Þið eruð alveg ótrugleg. Þvílíkur dugnaður hjá fólkinu. Þið getið nú keypt stórar regnhlífar og síðan flutt inn. Látið mig bara vita og ég renni norður í flutningana Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.