Niðurrif

IMG_8070IMG_8074IMG_8075IMG_8077

Það var rifið nánast allt niður innanhúss í dag.. aðeins eftir í bílskúrnum.. Gunni  Karls vinnufélagi Sigga kom eins og engill af himni ofan eftir hádegi og hjálpaði okkur.. það munar ekkert smá um tvær hendur til viðbótar okkar.  Meira að segja heimasætan kom og hjálpaði líka til.. sópaði og sópaði þessi elska.. enda fékk hún í staðin að fara að heimsækja vin sinn i kvöld sem á afmæli.... Það var voða sæl stelpa sem við sóttum um miðnætti áðan.. Errm  Pabbinn ekki jafn sæll... hehe.  Strákunum var boðið til vina sinna í Harry Potter veislu sem átti að standa í allan dag og nótt og fram á morgundaginn.. ekkert smá heppnir þeir.  Við vorum að vinna í húsinu til 9 en þá var orðið svo dimmt að við vorum hætt að sjá hvort það væru naglar eða ekki í spýtunumSmile fórum rúnt að skoða útiljós í nokkrum hverfum.. og það er ótrúlegt hvað það er til lítið úrval af þeim.. allir með svo lík eða eins .. eða ljót... aðallega það þá.. held að útiljós séu bara ljót..er farin að hallast á það.  

Gleymdi að segja ykkur frá símtali sem ég átti við Bjarka Rúnar á fimmtudaginn... hann hringdi úr skólanum og sagði að hann væri búinn að tína skólatöskunni sinni og spyr mig svo..mamma, hvernig er hún á litin!!!!.. ég spurði hvort hann væri viss um að hafa haft hana með sér í skólann og hann var hélt það (ósjaldan að hann gleymir henni heima) nú ég spyr þá hvort hann hafi verið með sundtöskuna og nei hann hafði nú gleymt henni í rútunni um morguninn eins og öll hin 100 skiptin.  Ég segi honum þá bara að sleppa þessu og koma sér í rútuna og heim, taskan hljóti að finnast daginn eftir.. þegar hann svo kom á lóðina.. töskulaus sá ég að hann var ekki í úlpunni.. þannig að ég spyr hann hvar hún sé.. en þá segir hann bara OHHHH ég trúi þessu ekki.. ég hef gleymt henni í skólanum!!!!  Segið mér er þetta eðlilegt... á hann ekki eftir að gleyma að ANDA einn daginn??? W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahah..... Veistu frænka, ég held að þetta hljóti að liggja i Ránargötugeninu okkar! Við heyjum svipaða baráttu hér með Baldur Kára, sem lét sér ekki muna um að koma 2 sinnum heim síðasta vetur úr skólanum á inniskónum! Töskur, brúsar, peysur, flíspeysur, vetnlingar, húfur... you name it - weve lost it.

Besta ráðið sem við höfum fundið hingaðtil hefur verið verðlauna kerfi á guttann. Hann vinnur sér inn svona kort sem hann er að safna, eitt á hverjum degi sem hann man að koma heim með bækurnar sínar og pennaveski úr skólanum og gerir heimavinnuna. EF hann hinsvegar gleymir því þá ekki bara fær hann ekki kort, heldur missir hann eitt. Þetta er síðan gert upp á 2ja vikna fresti. Hmm.... held reyndar að við séum núna að koma inn í siðasta skiptið með þetta, enda gleymdi hann aldrei í síðustu viku og vann sér inn fullt hús stiga. En mestu máli skiptir að hann virðist vera búinn að ná þessu inn í rútninuna sína! Þá er bara að taka fyrir næsta baráttuefni ;)

Kveðjur úr Köben.

Raggan

Ragga frænka i Köben (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 07:22

2 identicon

HÆ allir

Ég sé að húsabyggingin gengur vel.  Mér finnst mín útiljós falleg, ég keypti í gegnum Þröst þegar  hann var að vinna hér á Reyðarfirði,  Þau eru frá Reykjafelli.  Kostuðu sitt, enda úr áli (maður svíkur ekki lit).  Bjarki Rúnar á nú engan sér líkan, hann er alveg einstakur.

Vonandi gengur jafn vel í dag eins og í gær í niðurrifi.

Bið að heilsa úr snjónum  María Sif

María Sif (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband