Reisugill... nr.1 allavega

IMG_8063Já já smiðirnir mínir segja að um leið og síðasta sperran fer upp sé reisugilli!! ég sem hélt það væri um leið og það væri búið að loka þakinu!!  sagði nú við þá að þetta væri nú bara afsökun til að fá að skála í coniaki.Smile Siggi prílaði upp og negldi fána á stafninn í tilefni dagsins... hann er orðinn eins og loftfimleikamaður drengurinn... stillansinn er hættur að skjálfa og allt... talandi um stillansa.. þá spurði ég Heimi í dag hvar ég mætti byrja að rífa niður og hann sagði "þarna og þarna" og baðaði út höndunum.. ég var þvílíkt æst að rífa þetta niður og æddi í verkið... en eftir smá stund heyri ég öskur í Heimi..."ER HÚN FARIN AÐ RÍFA NIÐUR STILLASANN MINN" úpps.. ég hafði náð taki á þessari fínu spýtu og reifa í hana.. en þá hélt IMG_8049hún uppi stillasonum hans Heimis... nú hékk hann þarna fyrir ofan mig og eitt steypujárn hélt honum uppi..Blush  Hann bað mig vinsamlegast að fara suðurfyrir húsið bara og rífa þar niður stillasann sem kom útúr efri gluggunum.. ég fór með skottið milli fótanna suðurfyrir en þegar ég var komin þar út á stillasann miðjan kom Denni og bað mig endilega að fara bara inn aftur og lofa sér að hjálpa mér við þetta..  nú við semsagt hjálpuðumst að með þetta.. og svo hélt ég áfram að rífa frá... náði þessari fínu spítu og henti henni fram af þakinu en þá þurfti Búi greijið nú endilega að koma útúr húsinu og munaði ekki nema 5 cm að flekinn færi í hann.. úff hvernig er hægt að róa sig í IMG_8052þessu!! mig langar svoooo að drífa þetta allt af.  Strákarnir sögðust allir verða hræddir þegar þeir heyrðu að ég nálgaðist með hamarinn og borvélina.. Woundering  Ég get nú frætt ykkur á því að þessi gríðarlega stillansasmíði inní og utan á húsinu er 3 km af spýtum... þokkalegt magn sem á eftir að rífa ha?... ekki skrítið að maður fara í þetta með svolitlum látum... ekki nóg með það því um leið og spýta fellur í jörðu eru þeir farnir að smíða stillansa vestan við húsið úr efninu!!! hversu mikið af stillösum er hægt að smíða í einni byggingu... ég bar spyr.  En þetta er nú víst nauðsýnlegt því það þarf að saga halla í sperrurnar svo þakskyggnið verði rétt.  Veðrið í dag var dásamlegt... frost í morgun en svo fór bara sólin að skína og betra veður var IMG_8066ekki hægt að hugsa sér.  En á morgun koma ekki smiðirnir... þeir verða að vinna annarstaðar um helginaFrown  en koma aftur á mánudaginn.. við Siggi munum semsagt halda áfram að rífa niður um helgina sjálf.  

 IMG_8068

 

 

 

 

 

 

Í kvöld byrjaði fjölskyldu-sportið á Hrafnagili.. við hittumst í fyrra 4 fjölsk. 1x í viku í salnum og þar og spriklum.. þetta sló alveg í gegn í fyrra þannig að það var ákveðið að slá til á ný núna í vetur.. þetta var rosalega huggulegt í kvöld.. þó svo að Siggi kæmi ekki.. hann vildi frekar vera áfram að vinna með smiðunum.. skiljanlega.. en þeir hafa líklega verið ægilega glaðir þegar ég fór með öll mín læti í burtuWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mátti nú til með að taka þetta... hver er summan af tveimur og einum, í alvöru er verið að gera grín af mér? 

En úr því að það er ekkert að gera hjá ykkur krökkunum um hlegina, mætti ég þá panntaða eina mynd af Inda?

Annars fórum við í dag og hittum frændur okkar í dýragarðinum, þeir spurðu mikið eftir Önnu!

k&k 

StærðfræðiHausinn (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 01:05

2 identicon

Til hamingju með Reisugill 1  Guðrún mín þú verður nú að halda í skottið á þér svo þú farir ekki svona fram úr sjálfri þér.  En í guðsbænum rífðu ekki niður nýju stillasana þeirra í ákafanum í dag, því það gæti verið að þeir fengju sett á þig nálgunarbann við lóðina he he hí........... Og sko Sigga hann fer bara bráðum að fá sér vinnu í hálofta-sirkus  kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband