11.9.2007 | 22:13
Eins og fíll í sirkus
Það gengur allt eins og í sögu...ég fékk að kubba báða gaflana til vesturs í dag. Náði á teiknaranum og hann þarf að setja inn gluggana og breytingartexta.. svo þarf ég að fara með þetta til byggingafulltrúa og fá samþykki.. iss það hlýtur að fást. Það er heldur betur farið að kólna.. og á að kólna enn meir þegar nær dregur helgi... brrr. Bitarnir voru settir fram á súlurnar..og sperrurnar á angana til vesturs settar...Nú það er þurfti að negla sperrurnar efst uppi og Indriði sá um það og stóð sig eins og hetja.. tók meira að segja gott hanagal uppi á efstu hæðum.
Þegar ég sá þessar myndir af mér.. mundi allt í einu eftir mynd af mér sem var tekin á 1 ári og ég að byrja að ganga... þar var ég að stíga uppá lítinn pall... og er sú mynd kölluð fílamyndin... þar sem ég var svo ægilega "pen og lipur" . mér hefur greinilega ekki farið mikið fram á þessum 37 árum því svei mér þá ef þessar myndir eru ekki bara í sama anda og þær gömlu Ég fekk smíðavesti í dag og alvöru hamar.. er sko bara búin að vera með einhvern barnahamar sem er ekki alveg að gera sig.. en semsagt þegar ég er í vestinu er ég bara rosa vígaleg.. með fulla vasa af skrúfum og nöglum.. nú þarf ég bara að eignast mitt eigið málband og dúkahníf.. þá er ég til í fremstu viglínu eins gott að ég verði setti í einhver önnur verk en sendiferðir á morgun.. því vestið er nú ekki að gera sig í því..hehe.
Siggi litli stóð sig eins og hetja þennan daginn sem aðra.. og er að verða þvílíkt kjarkaður í hæðinni.. hann negldi og negldi og nelgdi sperrur í dag og sagaði plast.. Hundalífið er með eindæmum alla daga þarna hjá okkur og er Guffi bara alveg hættur skilja alla þessi vitlausu hunda sem ekki kunna neitt... nema gelta og elta spýtur. Það er stundum þannig að það er varla hægt að snúa sér við því það eru hundar um allt
Athugasemdir
Einu orði sagt: ÆÐI; ofsalega gengur vel hjá ykkur.
Kveðja frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Jóhann G Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:40
Takk Gunni minn. Farðu nú að koma heim því það fer að koma að þakvinnu
Guðrún Ösp, 12.9.2007 kl. 07:09
Frábært skrið á þessari byggingu Já þetta með "fílamyndina" það er nokkuð til í því. þarna er daman orðin aðeins stærri og pallurinn líka hærri he he hí................... Það ætti nú að vera hægt að gefa þér málband og dúkahníf, ef þú lofar að nota það rétt (ekki eins og litli kallin gefur í skin, sem þú setur fyrir aftan) En gangi ykkur vel áfram vonandi rignir ekki eins mikið á ykkur og er hér núna, það er sko kröfturgri rigning úti núna heldur en úr sturtuhausnum heima. kv. ebj
gamla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 08:59
Rigning segið þið, ansi hlýtur pallasmýðamaðurinn að vera leiður yfir því juu hvað ég vona að hann kafni ekki úr óþreyju-ákafa meðan hann býður eftir að komst út aftur með 20kr skrúfurnar
En stelpur hvað er í jólamatinn?
Rut (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.