9.9.2007 | 23:33
Afmæli húsbóndans.
Dagurinn var nú tekinn óþarflega snemma en þar sem drengirnir gátu ekki hamið sig í spenningi ... þá vorum við vakin með afmælissöngi í morgun fyrir hálf átta þá voru þeir búnir að græja rosa veislu í eldhúsinu og hengja upp afmæliskveðju handa pabba sínum um húsið. Ekkert smá sætir og meira að segja náðu að vekja Önnu Maríu til að taka þátt í þessu. Við skriðum nú samt gamla settið aftur uppí eftir hlaðborðið..og lúrðum aðeins lengur... Það var græjað vöffludeig og farið yfir á lóð að brasa.. og svo var vöfflukaffi með Valla sem hafði komið að mála um morguninn.
Seinnipartinn fór ég og náði í tengdamömmu og kom með hana yfir á lóðina en þá kom Helga í næsta og vildi endilega fá okkur inn í kaffi þar sem Sygna Hrönn var að halda uppá 20 ára afmælið sitt.. við ruddumst öll inn í þessa rosa veislu og var rosa gaman.. Langt síðan Denný hafði séð Gulla Búa frænda sinn og fannst henni þetta ofsalega gaman. Hún var samt alveg búin á eftir og fekk þetta agalega astmakast í bílnum. En allt fór þetta nú vel.
Það var svo kveikt í brennu í kvöld til heiðurs afmælisbarninu.. og leiddist þeim bræðrum það nú ekki... voru svoleiðis á kafi í öllum glóðum blessaðir.
Athugasemdir
Góðan daginn. Ekki amalegur afmælisdagur þetta
. kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 08:49
Til Hammó með Ammó Siggi Sæti Smásafnavörður
smúts
Unglömbin í USA
StærðfræðiHausinn (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.