8.9.2007 | 21:24
Stafnar í suður og norður.
Jæja nú verður það ekki aftur tekið ég er búin að kubba suðurgaflinn með tveimur gluggum uppi... þetta kemur bara þokkalega út... Ég kubbaði líka norðurgaflinn sem er ekkert smá hár.. hátt í 6 metrar í bílskúrnum.. úff manni svimaði nú smá þegar maður stóð þarna uppi í rjáfri á tröppu ofaná stillasanum..
Það var frekar mikil þoka í morgun þegar við komum og þegar ég var uppi að kubba heyrði ég allt í einu einhver rosaleg óp ofanaf heiðinni.. ég kallaði í Sigga og sagði honum að það hlyti einhver að vera bara meiddur á fjallinu.. því ég heyrði þvílík köll... en í því að ég er að segja þetta man ég allt í einu eftir því að í dag átti að ganga fjallið..hehe þetta var semsagt gangnafólk.. eins gott að ég kallaði ekki út björgunarsveitina...
Guðfinnur er haltur í dag og hélt sig bara frekar afsíðis og var ótrúlega rólegur....vitum nú ekkert hvað kom fyrir en vonandi lagast það nú fljótt og vel. En það var verra með Bjarka því hann og Elvar voru að tína til spýtur og drasl til að búa til brennu fyrir morgundaginn.. og þá steig greijið á nagla sem fór lengst upp í fótinn á honum... hann bar sig ekkert smá vel enda voru þarna tveir litlir nágrannar með honum sem hann vildi ekki láta sjá að hann færi að gráta. Elvar hafði nú mestar áhyggjur af því að nú væru gúmmítútturnar ónýtar.. en ég held að það hljóti nú að reddast þó svo tútturnar góðu þoli ekki vatn.
Það eru nánast allar sperrur komnar upp núna.. svo skrítin tilfinningð standa inní húsinu núna.. svona eins og að vera í tjaldi.. fannst mér... svolítið leku samt..hehe. Siggi var að þræða járn í gegnum allar sperrurnar og stóð sig nú ekkert smá vel að láta sig hafa það að fara uppá stillasann.. já þetta er allt að koma hjá honum. Smiðirnir verða í fríi á morgun þannig að það kemur í ljós hvað við gerum á morgun í húsinu... ég kláraði í kvöld það sem mér var sett fyrir og ekki þorir maður að gera meira en það...
Valli kom og byrjaði að málaði aðra umferðina á gestahúsið.. hann var svo ákafur að það þurfti að dobla hann í að taka sér pásu í hádeginu og fá sér í gogginn. Hann er þvílíkt duglegur karlinn. Alfa og Arna komu líka til að taka þetta út.. gott að sjá þær stöllur
Það var Videokvöld hjá vinum Önnu hér í gærkvöldi og við gamla settið fórum að sofa löngu undan þeim.. en í morgun þegar við vorum að tíja okkur af stað þá kom frekar úldinn drengur útúr meyjarskemmunni.. og þegar ég sagði: Bíddu nú við!!! sé ég dreng koma útúr herbergi dóttur minnar??? þá sagði drengurinn eldrauður í fram: Mamma var að hringja og ég átti að vera mættur í fjósi.. og svo rauk hann út og á bak reiðhjólinu og hjólaði á næsta bæ. Ég ætlaði nú varla að þora að opna inní herbergið en ákvað nú að herða mig í það og leit inn, en þá sváfu þær þar allar saman og þessi litli drengur hafði fengið að sofa til fóta hjá þeim því hann nennti ekki að hjóla heim í nótt....díses það ætti að gefa manni róandi áður en maður mætir svona aðstæðum.
Athugasemdir
Noh.. þú verður bara að búa til remedíur til að geta mætt svona unglinga-aðstæðum En til hamingju með ganginn í byggingunni og gamla manninn á morgun . takið ykkur frí og bakið afmælisköku . Hlakka til að sjá myndirnar þegar þú setur þær inn. Siggi minn til hamingju með morgundaginn. kv. gamla.
gamla (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:36
Hæ allir
Til hamingju með afmælið Siggi
Þið verðiðflutt inn í næsta mánuði með þessu áframhaldi.
Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.