Hobby-herbergi á annari hæð!!

Þá er það ákveðið að það verður gert herbergi fyrir ofan hjónaherbergið og Önnu herbergi....Smile verður lægri lofthæð en verður fínt til að hafa Play-station og þannig þar þvi það er alveg á hreinu að svoleiðis dót verður ekki í svefnherbergjum barnanna..  en að vísu er smá vesen með þetta Whistlingog það er að ég þarf að teikna glugga þarna uppi og láta setja inná teikningar og fá samþykki og svona óþarfa bras... skil ekki hvað svona smá gluggi getur skipt miklu máli!!Woundering 

taflatafla tiltafla2afiRafmagnstaflan fór í gagnið í morgun.. eftir að rafvirkinn og rafveitukarlinn voru búnir að senda mig 5 ferðir í Ískraft eftir alslags drasli í hana sem þurfti að núllbæta inní.. einhverjar sérþarfir hjá smiðunum og fleira.. Gunni Aust lét mig loks fá svona litla minnisbók sem ég skildi nota... hann hélt örugglega að ég hefði verið send eftir öllu þessu dóti í fyrstu ferð en alltaf gleymt einhverju..hehe en það var nú ekki svoSmile  Pabbi kom í morgun til að taka út bát og kom við hjá okkur bæði fyrir og eftir.. hann var voða spenntur með þetta allt og leið held ég ekki illa á lóðinni.. allavega var hann alveg við það að sofna þegar við sátum á útsýnishæðinni góðu og vorum að fylgjast með framkvæmdum.  

 

 Það kom krani í morgun með súlurnar tvær í húsið og lyfti þeim inn og hífði bitana uppá þakið... merkilegt hvernig þetta gerist allt saman hratt núna.. ótrúlega gaman að vera þarna.. og maður varla tímir að blikka augum svo maður missi ekki af neinu...  ég fékk nú svona vægt sjokk við að sjá súlurnar.. þær eru hræðilega stórar.. mér fannst þetta bara vera eins og tveir strompar á gufuskipi... en svo jafnaði ég mig nú og verð að hanna eitthvað sniðugt með þessu í eldhúsinu allavega.. held að þetta verði nú í góðu lagi í stofunni.. en þetta reddast allt.. og venst.  Hér eru myndir frá því í dag.. brotsúla2súlabitibiti2biti3biti4bitarsperrursperrur2uppiuppi2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

veturVið erum svona rétta að byrja að huga að haustverkum með lóðina.. og núna söfnum við 2 lítra flöskunum og skerum af þeim botninn og stingum yfir litlu stafafururnar okkar.. Wink gasalega smart að sjá þetta..en er víst voðalega sniðugt til að verja þær fyrir snjónum í vetur. Svo kemur nú bara í ljós í vor hvort þetta virkar.  Elvar fór að gista hjá Sigtryggi vini sínum í kvöld og Anna er með fullt herbergi af krökkum.. þannig að litla ljósið okkar ætlaði að vera í kósý með mömmu og pabba en hann var sofnaður 5 mín eftir að hann lagðist í sófannGrin Bara hægt að borða hann hér við hliðina á mér hann er svo agalega sætur.  Sigrún vinkona kom í heimsókn i dag og svo komu Inga vinkona og Ella systir hennar hlaupandi yfir leirurnar.. en ég var í einni sendiferðinni þá og missti af þeimFrown  en þær hlaupa nú örugglega aftur seinna yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd með hóbbýið  Frábært að pabbi þinn átti leið um til að taka djásnið út. Kíkka á morgun, hlakka geggjað mikið til.

Knús, Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 00:28

2 identicon

Hvað á nú að fara að stunda súludans í elhúsi og stofu ????   En flott hugm. með tölvuloftið yfir herbergjunum, verður þá gluggin í suður ?   kv. gamla

gamla (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:50

3 identicon

Manni langar bara að fara að byggja þegar maður sér herlegheitinn.  maður veit aldrei, ég er nú yfir leitt ekki lengi á sama stað og á eftir að prófa að byggja sjalf.  Það er nú ekki eins að láta aðra byggja fyrir sig, þótt það hafi nú verið notalegt

 Kv. María Sif

maría Sif Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 13:18

4 identicon

Hobbý herbergi, þetta verður svipað og í Blikahöfðanum,voðanæs.

M. Sif

María Sif (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband