6.9.2007 | 21:55
Hækkuð í tign á ný...jibbý
Já þeir höfðu nóg af verkum fyrir mig í dag smiðirnir.. ég fékk að fúaverja allar sperrurnar í þakið og bitana. svo fékk ég að finna til spýtur í súlurnar og naglhreinsa og bara helling af skemmtilegum hlutum. Ég er að vísu alveg skelfilega þreytt núna.. en líður dásamlega. Væri samt til í að hafa mömmu hér núna og hún væri til með mat á kvöldið..búin að láta börnin læra og setja í þvottavél og laga til... Mig langar sum kvöld þegar ég kem heim svona þreytt eftir daginn ekkert annað en að fara í sturtu og uppí rúm... en þessi blessuðu verk gerast víst ekki að sjálfu sér þannig að það þarf að fara í þau
Athugasemdir
Sælar
Takk fyrir spjallið áðan. Mikið vildi ég að ég gæti verið staðgengill þinn á heimilinu. Á reyndar nóg eftir hér á bæ. Er að taka stöku kassa og þegar ég byrja að pakka upp finnst mér allt fara á hvolf. Mig sem langar svo að hafa alltaf fínt í nýja fína húsinu mínu... en þetta kemur nú allt með kalda.
Spáðu hvað þú varst heppin að kaupa þurrkarann sparar hellings tíma ekki satt.
Hlakka til að sjá ykkur um helgina.
Luv ya all, Alfa
Alfa (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:13
já ég er sko heppin með þurrkarann.. og þegar ég fattaði tímastillinguna á þvottavélinni.. varð ég hoppandi glöð... ég get sko stillt að hún sé rétt búin þegar ég vakna.. meiri snilldin. Já þér tekst þetta Alfa mín... bara setja á sig pressu og ákveða dag sem allt þarf að vera orðið fínt...
Guðrún Ösp, 7.9.2007 kl. 07:15
Uss.. uss....... bara treyst fyrir heimilisverkunum, en ekki að hjálpa í byggingunni he he....... en kannski fæ ég að mála einn vegg eða svo. En takk fyrir traustið við heimilisverkin. Gangi ykkur vel í dag. kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:25
Jemen eini - hvar misti ég úr ?? - það er ótrúlegur gangur í þessu hjá ykkur og ekki að spyrja af því með ykkur hjónakorn þið eruð auðvitað á kafi bókstaflega í kubbum og dóti. Ótrúlega skemmtilegar myndir og nokkuð ljóst að ég þarf að koma tölvu druslunni í gang heima til að geta fylgst betur með. Þetta er nú spurning hvenær maður pantar flug norður í vinnuhelgi. Knús og kossar --- íris
litla ljót (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:44
Hver er summan af átta og sjö?... það er allavega ekki 13
annars er bóndinn minn sérstaklega ángæður með þar til gert gestahús, heldur jafnvel að það sé fyrir sig
StærðfræðiHausinn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 22:07
Hver er summan af átta og sjö?... það er allavega ekki 13
annars er bóndinn minn sérstaklega ángæður með þar til gert gestahús, heldur jafnvel að það sé fyrir sig
StærðfræðiHausinn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.