4.9.2007 | 21:28
Kári blæs og blæs
Það er bara geggjað rok í sveitinni... í gærkvöldi byrjaði að hvessa þvílíkt að það bara þagnaði ekki síminn langt fram á nótt.. allir voru að spá hvort við hefðum örugglega fest allt niður og hvort okkur vantaði aðstoð við það. já ekki getum við kvartað yfir að eiga ekki hugulsömustu vini og ættingja í heimi. En jújú við vorum búin að festa það mesta niður og þetta átti að vera allt í góðu.. að vísu vöknuðum við nokkuð oft í nótt við veðrið og vorum bæði farin að sjá fyrir okkur að húsið myndi bara hrynja niður eins og spilaborg áður en hægt yrði að steypa. en allt stóð þetta nú í morgun þegar við komum. Það fuku um hverfið trampólín og fleira lauslegt í dag... og aumingja Helga og Halla grannar eru fyrir sunnan og það var hellingur brotinn hjá þeim af blómapottum og luktum.. ég fór nú yfir til þeirra svo seinnipartinn þegar Helga hringdi og kom öllu í skjól sem ég fann... nú er bara að vona að áttin snúi sér ekki.
Steypubíllinn mætti 8 í morgun og það gekk eins og í sögu og var búið um 11. Kom Heimi á skemmtilega á óvart hversu fljótt þetta gekk fyrir sig. Ég var send í nokkrar sendiferðir í dag og skoðaði nokkrar flísar á bílskúrinn.. en ekkert búin að ákveða samt ennþá.
Hómapatískur dagur í dag ... fór í eina vitjun og svo ansi mörg símtöl.. ekki leiðinlegt það. Fékk líka að vita að það er búið að fresta skóla á fimmtudag sem ég átti að vera í fyrir sunnan.. en sem betur fer var ég nú ekki búin að panta flug.. já við utanbæjarpakkið þurfum stundum að gjalda vesensins.
Í gær var ákveðið að rafmagnstaflan yrði að fara að koma í húsið og það var hringt í Balla móti "rafvirkjann" hann kom med det samme og sagði okkur að það væri ekki neitt vit í að setja bráðabirgðatöflu og ég yrði að segja pabba að drífa sig að smíða aðaltöfluna. Ég hringdi í pabba í gærmorgun með þessi skilaboð ... en þar sem pabbi var að koma norður daginn eftir sagðist hann því miður ekki geta verið klár með hana fyrr en undir helgi.. það var bara í góðu og ég lét Balla vita af því.. en viti menn haldiðið ekki að safngripurinn hann faðir minn hafi ekki bara klárað töfluna í gærkvöldi!!! og mætti með hana í morgun á lóðina.. ekkert smá frábær.. hann hafði bara hringt strax í Óla jens í gær og látið hann taka allt til í töfluna og svo bara staðið vaktina fram á nótt fyrir prinsessuna sína. Takk pabbi... Þetta er sko ekkert smá tafla heldur...ægileg mubla.
Athugasemdir
Jæja fékk aðeins erfiðara reiknisdæmi núna, náði því samt - alger snillingur
Hugsaði mikið til ykkar í rokinu í dag og vakti með ykkur í nótt. Er enn að venjast hljóðunum í trjánum í kring þegar hvasst er... langt síðan ég hef upplifað það...
Frábær hann pabbi þinn, röskur þegar á liggur, ekkert smá heppin með kallinn.
Heyrumst á morgun, langar að halda Hóminu áfram á krakkanum út af exeminu.
Luv ya, Alfan
Alfa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:58
Þetta á eftir að verða heldur betur flott hjá ykkur.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:27
Jæja þá er búið að steypa svo ekki fjúka kubbarnir Til haminju með það. Maður var nú hálf hræddur um að þetta færi um koll áður en steypt yrði. Já það er til skerpa enn í kallinum þegar á liggur . En aftur til haminju með áfangann. kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:50
Frábært að eiga svona marga að sem eru tilbúnir í startholonum ef á þarf að halda
Ragna (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.