Allt reddý fyrir steypu

Juminn eini það er svo merkilegt með mig og þessa málningarfötu sem ég opna við og við.. en ég er að missa von um að geta nokkurn tíman  klárað að mála litla húsið... það bara bregst ekki að um leið og ég opna blessaða fötuna þá bara grætur himininn!!Frown algerlega merkilegt.  Ég semsagt byrjaði að mála í morgun kl 8:15 en 8:25 var byrjað að rigna..  Heimir sendi mig í sendiferð í Húsasmiðjuna til að kaupa skrúfur og drasl.. og ath með 6 límtrésbita sem vantaði í síðustu sendingu frá þeim.. og jújú bitarnir fundust og verða nú vonandi keyrðir á lóðina í kvöld...  eins gott því þetta kostaði nú tæp 500.000Errm 

kep_jogaÞað gerðust nú undur og stórmerki í hádeginu.  Inga Vinkona dobblaði mig með sér á Jóganámskeið.. jájá Rope Joga er víst málið í dag fyrir konur á besta aldri.  Ég var að vísu ansi sein eins og svo oft áður og aumingja Inga kom því líka aðeins of seint líka þar sem ég pikkaði hana upp.  Ég hafði ætlaði auðvitað að vera búin að skipta um föt og svona en hafði bara ekki neinn tíma því ég þurfti að græja hádegismatinn fyrir smiðina og þetta einhvernvegin varð að svona smá stressi.. Algerlega upplagt fyrir jóga!!!  nú ég var í bomsunum og riðguðum fötum eftir að hafa verið að klippa steypujárn... ég fór úr bomsunum á stéttinni fyrir utan eins og vaninn er í sveitunum og hljóp inná bað til að skipta um föt.. kom svo inní salinn þar sem var verið að spila þessa ægilega fínu slökunartónlist og allar lágu þær þarna og horfðu á mig hrynja inní salinn..."jæja þá ættum við að geta byrjað" sagði kennarinn og sendi mér þetta fallega bros sem sagði í senn... velkomin en vogaðu þér ekki að koma svona seint afturBlush  Nú tíminn byrjaði og ég flæktist í þessum böndum og andaði INN og ÚT í heilan klukkutíma.... vá hvað ég var orðin vel önduð í lokinShocking  en þetta var yndislegt og svei mér þá ef ég var ekki bara svakalega róleg og afslöppuð alveg þar til ég steig ofan í bomsurnar úti á tröppum... Ó MÆ GOD það hafði rignt ofaní þær og bara flæddi uppúr þeim þegar ég steig ofaní þær... þar lauk held ég allri slökun.  En hver veit hvort þetta tekst ekki betur á miðvikudaginnSmile

Ég dreif mig nú aftur yfir á lóð og tók þátt í vinnu fram til kvölds í rigningu og roki.. Heimir smiður segir að við hefum gott að þessu.. þetta herði okkur baraHappy  hehe ég held þetta hljóti nú bara að leysa okkur upp frekar því maður er bara hundvotur innaf skinni... en hryllilega gaman samt.. það er ekki spurning.  Ég er svo grobbin af húsinu mínu að mér líður eins og ég sé að springa úr ást...InLove  Nú er allt bara tilbúið til að steypa á morgun.. bílinn kemur kl 8 í fyrramálið og rennir í vegginna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá ykkur á sunnudaginn. Er hægt að semja við þig um að hafa dolluna lokaða í dag svo ég geti sent unglinginn að klippa runna...hehe.

Auðvitað þurfti það að vera sögulegt með þig og jóga, annað hefði nú verið full leiðinlegt og afskaplega ólíkt þér.

Smá lúxus að fá fótabað á eftir jóganu, hefði samt mátt vera betra veður svo þú hefðir notið þess betur...

Heyrumst, Alfan

P.s. af hverju fæ ég alltaf svona auðveld reiningsdæmi...eða er ég svona flink í stærðfræði.

Alfa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband