1.9.2007 | 21:32
Blautur en góður dagur.
Allt gekk eins og í sögu í dag í rigningunni.. alveg furðulegt en það var glaða sólskyn inní Sólagarði í morgun en við keyrðum svo bara inní rigningu við Hrafnagil.. Elvar fór í göngur í dag inní Ártúni og var það víst svakalega gaman en svooolítið erfitt.. hann allavega liggur núna í bleyti í baðkerinu með blöðrur á öllum tám Bjarki var með okkur í morgun og svo kom Magni frændi hans til hans en stefnan var nú að fara í berjamó hjá þeim en það var ekki séns í allri þokunni og rigningunni .. þeir fóru svo með í bæinn og urðu eftir í Rán.. hann fékk svo að vera eftir og gista hjá Magna í nótt
heppinn... Anna iðjuleysingi var bara heima í dag og ég held að hún hafi akkúrat ekki gert nokkurnskapaðan hlut barnið.. hvernig sem hún nú fór að því
Það voru ægilega þreytt en alsæl hjón sem keyrðu heim núna í kvöld.. erum að springa úr hamingju með húsið okkar. Sigurður lofthræddi hélt sig á jörðu niðri í dag og var mest í járnaklippingum. Það voru 5 smiðir í dag að vinna og voru eins og 5 appelsínur um allan grunn. Ég var nú mest í snúningum sendiferðum og að fæða liðið en svo var ég líka að kubba.. sem er bara svo agalega skemmtilegt.. þetta minnir mig á að púzzla.. maður bara getur ekki hætt þegar maður byrjar.
Athugasemdir
guð hvað ég hlakka til að kíkja á dýrðina á morgun ;)
Samgleðst ykkur innilega og er farin að hlakka til að fara að hjálpa ykkur að mála og brasa inni og rifja upp tímann sem við vorum að mála hér í Rauðu...
Kv. Alfa
Alfa (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 23:04
Sæl öllsömul
Ansi er allt að gerast
Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir uppáhalds barnapíuna mína og segja að hún gerði nú ekki akkurat ekki neitt neitt, hún spjallaði við mig á msn
... en það kannski telst ekki með
Hilsen
Rut (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:06
Vááá hvað gengur vel
gaman að fylgjast með ykkur
kv Ragna og Gunni
ragna (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 07:44
Hæ allir
Þetta gengur heldur betur vel. Í denn fórum við nú ekki að sofa fyrr en púslið væri búð! En við tókum það líka aftur saman.
Oddný og Flosi voru hér um helgina með krakkana. Það er heldur betur búið að vera fjör á bænum, hehehhe
Kv. María Sif
María Sif (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.