Gosbrunnur í eldhúsinu

 kl 8 - 31 ágústÞessi dagur hefur ekki verið síðri en í  gær.. algerlega frábær. Smile Ég næstum get ekki pikkað fyrir þreytu í öllum vöðvum... greinilega ekki verið að nota sömu vöðva og við skúringar hér.Woundering Byrjaði  um 8 að mála póstana á gluggana í gestahúsinu þar til smiðirnir komu... þá sendu þeir okkur í sendiferðir að ná í timbur og stiga og þessháttar.. ég sagði nú við Sigga að þeir væru örugglega bara að senda okkur í burtu til að fá frið..hehe  En þegar við komum nú aftur vorum við sett í verkefni og þannig gekk dagurinn í 11 tíma stanslaust upp og niður tröppur og að beygja járn og saga kubba...  Þetta gekk allt gosbrunnurnæstum snurðulaust í dag nema Denni smiður heyrði gosieitthvað hviss í krananum við inntakið í eldhúsinu og þegar hann fór að skoða hann hélt hann bara á honum og upp steig þessi fíni margra metra gosbrunnurW00t   Aumingja Denni bara stóð þarna undir bununni eitt spurningarmerki í framan haldandi á krananum.  Ekki amalegt að geta bara boðið uppá Geisi í heiðinni.  Ég ætlaði nú varla að geta hringt eftir manni til að koma og laga þetta því ég hló svo mikið... en loks náði ég á Bolla kaldavatnskarl og hann kom og skrúfaði fyrir herlegheitin og sagðist svo koma á morgun til að setja kranann aftur á.  Ég held ég láti nú bara myndirnar tala sínu máli í dag og bíð góðrar nætur.. eins gott að hvílast fyrir átök morgundagsins.Wink Denni og HeimirhúsasmíðiBjarki í bílskúrsagarivaskahúsbílskúr iðjuleysingiuppfyrir glugga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Váá hvað þetta gengur vel hjá ykkur þetta verður búið í næstu viku  þið duglega fólk.

kv., Ragna og Gunni

ragna (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 10:50

2 identicon

Lukkan

Hvað eigum við svo að hafa um jólin?

k&k 

Rut (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:18

3 identicon

hlakka til að sjá afrakstur dagsins í dag, kíkka pottþétt á morgun til að sjá þetta "live". Njótið lífsins.

Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 18:48

4 Smámynd: Guðrún Ösp

takk fyrir kveðjurnar.

það verður sko geggjað stór kalkúnn um jólin og allir velkomnir þú mátt ráða eftirréttinum Rut.

Guðrún Ösp, 1.9.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband