Get bara ekki hætt að brosa

 

DSC00317W00tW00tW00tW00tW00tW00tW00tW00t  þetta er aldeilis yndislegur dagur...  þegar við komum yfir á lóðina í morgun voru mættir þar 2 dásamlega þráðir smiðir.  Ég mátti bara halda mér í svo ég myndi ekki hlaupa þá niður í ákafa mínum við að fagna komu þeirra..  þetta er svona eins og fyrir fuglaáhugamenn þegar þeir heyra fyrstu hljóð lóunnar á vorin.. eða held það sko.  Þeir voru nú samt bara saltrólegir og horfðu bara á mig með glotti þegar ég spígsporaði í kringum þá og spurði hvað ég gæti gert.. bara varð að hjálpa þeim að reisa þetta NÚNA.   En ég var nú bara róuð niður og sagt að þetta myndi nú taka smá tíma að reikna út og setja niður fyrstu röðina.  Við Siggi ákváðum þá að vera nú ekki fyrir þeim á meðan það yrði gert og fórum í það að setja nýjan glugga í gestahúsið..jájá mín bara byrjuð DSC00320að breyta straxWink  var einn svona lítill luggi til suðurs en við pöntuðum nýjan þar sem er stærri og með opnanlegu fagi.. agalega lekkert núna.  Svo byrjaði ég að taka myndir af framkvæmdunum en þá auðvitað var myndavélin batterí laus.. algerlega típíst þegar loksins er hægt að sjá mun eftir margar margar margar vikur.Angry  En tók nokkrar á síman.. þær eru óskýrar en verða að duga í dag.  Strákarnir komu svo með skólabílnum á lóðina og voru alsælir með daginn þar sem það hafði verið gönguferð uppí fjallið fyrir ofan Hrafnagil.  Heimir smiður setti þá báða í verkefni í húsinu og voru þeir ekkert smá duglegir að hjálpa.  Elvar var settur á járnaklippurnar og Bjarki í að kubba.. svo kom Elvar að kubba með okkur og hann var enga stund að sjá út hvernig átti að DSC00321reikna út hvar ætti að saga kubbana og hvar ætti að setja steypujárnin.. alger snillingur.  Það er ótrúlega gaman að kubba.. og reikna út hvar hvað á að vera og þannig.. Ég gerði nú að vísu einhver smá mistök í söguninni með því að saga ekki alltaf af sama enda kubbanna.. en það var nú hægt að redda því.Shocking  Ég hlakka til að fara á fætur á morgun og halda áfram... hefði verið til í að sleppa úr þessari nótt og kubba bara í staðinn.  En ég verð að hemja mig.

Unglingurinn er á busaballi núna og mun ég sækja hana og 3 aðra sveitunga á ballið um miðnætti.  Hún var ægilega ánægð með daginn og tókst busavígslan víst ægilega vel.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til HAMINGJU...............en gaman að sjá og strax komið langt upp á glugga !!!!!!!  Passaðu þig Guðrún mín að fara ekki fram úr sjálfri þér :) Viltu líka taka mynd af glugganum í gestahúsinu svona til fróðleiks.                   Enn og aftur til hamingju með þetta.  kv. gamla

Gamla (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:22

2 identicon

Veeeeiiii  frábært  en ég fer strax að vorkenna smiðonum    úff þegar þeir vakna á morgnana  er örugglega fyrsta hugsun  hvað eigum við að láta stelpuna gera í dag   svo hún haldi ró sinni.. 

kv. Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 09:21

3 identicon

Maður þvorir ekki annað en að kvitta fyrir ef maður kíkir inn.

 Til hamingju með áfangann

 kv. María Sif

ps. litla ljón náði stórum áfanga í gær í klósettferðum

Maria Sif Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: Guðrún Ösp

takk fyrir kveðjurnar.  Og María þú getur ekki trúað því hvað ég er glöð að heyra þetta.  Húrra hómapatía.  

Mamma ég verð að taka mynd á morgun.. annars er ekkert spes að sjá þetta núna því ég er að mála hann...

Ragna... þeir höfðu endalaus verkefni í dag sko

Guðrún Ösp, 31.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband