
Ónefndur unglingur var keyrður í skólann í morgun um 8. En 9:30 hringdi unglingurinn og bað um að vera sóttur!!! það mætti halda að unglingurinn héldi að móðirin væri bara í svartri limmosíu á plani skólans og biði eftir kalli hennar um að rúlla út rauða dreglinum!!! Móðirin lét nú samt undan og sótti unglinginn sem gat samt ekki beðið fyrir utan skólann þar til móðirin kæmi því það er svo "hallærislegt" að standa bara þarna og bíða.

Móðirin hirti unglinginn semsagt upp á leiðinni frá skólanum þannig að lítið bæri á.... unglingurinn stökk uppí bílinn næstum á ferð og leit í allar áttir hvort nokkur tæki eftir því. Unglingurinn var í tvöfaldri eyðu og fannst nú allt í lagi að móðirin rúntaði um á meðan. Móðirin skilaði svo unglingum aftur uppí skóla rétt fyrir tíma... mátti als ekki vera of snemma eða of seint.. en þegar móðirin lagði upp að aðaldyrunum saup unglingurinn hveljur og bað móðurina að fara að öðrum inngangi því við þennan inngang stóð unglingur, sem okkar unglingur gat als ekki bara labbað framhjá...það var svo asnalegt.!! Móðirin lagði til að hún myndi bara finna neyðarinngang sem hún gæti laumað sér innum án þess að nokkur tæki eftir.. en móðirin fékk bara svip og andvarp yfir þeim húmor.. nú móðirin keyrir að næsta inngangi og á meðan hringir unglingurinn í annan ungling sem okkar unglingur biður um að koma að þessum tiltekna inngangi ... því ekki getur okkar unglingur gengið "einn" inn ganga skólans. Unglingurinn stekkur út án þess að móðir geti sagt svo mikið sem bless því unglingurinn sá að framundan var viss unglingur að koma labbandi og okkar unglingur átti á hættu að þurfa að mæta viðkomandi unglingi ef hún drifi sig ekki strax að innganginum. Móðirin sat eftir í bílnum og var bara sveitt af stress-straumunum sem höfðu frussast af unglingum. VÁ HVAÐ ÞAÐ EEEER ERFITT AÐ VERA UNGLINGUR.

Samt erum við að tala um ungling sem hefur akkúrat ekkert sem hægt væri að skammast sín fyrir. Fallegt og vel gefið eintak. Hvernig kemur maður svona unglingum í skilning um að þeir eru frábærir og þeir þurfa ekki að hugsa um álit annarra ALLAN daginn????
Athugasemdir
Hæ mæðgur
Guðrún! í þetta skipti var erfitt reiknisdæmi; summan af níu og átján, Þú varst búin að lofa að þau væru létt. Það munaði ekki miklu að ég þyrfti að hringja í þig, en mundi þá eftir mínum ungling inni í herbergi fastan við tölvuskjáinn. Jú unglingurinn er að vinna upp tölvutap dagsins, hann var í vinnunni frá 15.30-19
Ég skil nú ekkert í frænku að vera ekki sjálfstæðari, hún sem er svo flott og yndisleg stelpa (enda lík frænku sinni
). Blessuð vertu systir, vertu bara fegin yfir þessu, hún lætur þá strákana vera á meðan
Flotta frænka á Reyðarfirði (að mynsta kosti finnst mér það, þegar það er sagt að unglingurinn erum svo líkar, mikið hrós fyrir mig)
María Sif (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 21:31
hehe níu og átján.. vá ég er hissa að þú hafir getað þetta. Dugleg stelpa.. það er þá ekki rétt að þið fegurðardrottningarnar séuð alveg glærar!!!
haltu áfram að setja inn athugasemdir.. það þjálfar þig í stærðfræðinni..
og er svo agalega gaman líka fyrir mig.. held stundum að enginn sé að lesa þetta.
Guðrún Ösp, 29.8.2007 kl. 23:20
Jú það er sko lesið, og beðið eftir því ef ekki er færsla.
En ég man nú ekki betur en einhver vændræði voru nú með ykkur systur báðar er þið byrjuðuð í framhaldsskóla. Allavega var herberið stundum eins og eftir loftárás er verið var að "finna réttu" fötin til að fara í, sem væri hægt að láta sjá sig Í. .......he he hí........... En það er nú smá tími síðan þannig að þið eruð nú bara búnar að gleyma þessu :)
kv. gamla
gamla (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:21
Ekkért smá gaman að lesa um feimnina hjá ungu dömunni,´og hvernig hin duglega móðir höndlar þetta að meiga ekki sjást
kv.
Ragna
ragna (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.