28.8.2007 | 23:21
Villt í berjamó!!!
Ég var víst búin að heit því að vera skemmtilegri í dag. Já það nóg búið að gerast svosem þessa viku.
fimmtudagur: Anna María fór á skólasetningu með Línu uppí VMA og ég sótti hana svo.. ó mæ god að sjá alla þessa unglinga þarna í kringum skólann.. Hormónarnir bara flæddu um bílastæðið .. stelpurnar eins og litlar hænur með gogginn uppí loftið og brjóstin út og strákarnir varla gátu gengið vegna einbeitningar við líkamsstöðu. Hjúkk að það voru ekki 1400 nemendur í VMA þegar ég var þar.. það var nú samt mjög skrautlegt skólalífið þegar ég var í þarna því það var kennt um allan bæ.. í gamla Iðnskólanum - í Gagganum - í gamla Hússtjórnarskólanum - í stofum í Íþróttahöllinni og svo upp í Vma. maður bara þeyttist á milli bygginga allan daginn og það var sko eins gott að hafa hraðann á. já það var á tímum Kalla Bros, Adams, Benna og Garðars Lár og fleiri sem óneitanlega skreyttu kennaralífið verulega. Sá einn kennara þarna á planinu sem ég mundi eftir frá minni skólagöngu.. það var hann Hálfdán.. jafn úfinn, sybbinn og í jafn óskorðuðum fötunum og fyrir 20 árum..hehe en hann var svakalega góður kennari. Nú ég fór svo með fullan bílinn af gelgjum niður í bæ að kaupa skóladót og fleira.. var nú bara hissa að þær vildu endilega hafa gömlu konuna með sér.
Erla kom svo og kláraði innkaupaskoðunarhringinn með okkur. Um kvöldið komu Ragna og Gunni færandi hendi með fullan kassa af Silungi.. mmmm ætla að grafa hann og hlakka þvílíkt til að BORÐA hann. Er meira að segja komin með uppskriftina hennar mömmu þannig að nú getur þetta ekki klikkað. Fór líka Bankarúnt um daginn... það var nú ægilega skrautlegt.. vorum búin að tala um að skipta yfir í sparisjóðinn þegar við kæmum norður en vorum aldrei búin að láta verða af því þannig að ég ákvað að ath hvað þau hefðu í boði fyrir mig.. sem í stuttu máli fór þannig að ég mun halda mig hjá Glitni..
Föstudagur: Fór á lóðina að mála smá.. og svo út að borða með Sigrúnu vinkonu í hádeginu. Dreif mig svo heim til að taka okkur til fyrir suðurferð og þreif líka allt hátt og lágt. Keyrðum suður strax eftir vinnu hjá Sigga.. Fórum á líknardeildina strax og við vorum búin að skila börnunum til mömmu, Inga var ótrúlega hress og kát en leit hreint ekki vel út..óskaplega gott að sjá hana og Rut líka, sem er Hetjan mín þessa dagana þar sem hún stendur við hlið móður sinnar dag og nótt og sýnir ótrúlegan styrk og þolinmæði.
Laugardagur: Gistum auðvitað á Hótel Mömmu.. það er nefnilega eina hótelið sem tekur líka á móti hundum.
Um morguninn var farið í 2ja ára afmæli hjá Amalíu Malen.. þar voru ættingjarnir í kippum þannig að það var ekki leiðinlegt get ég sagt ykkur.. og VITIÐ til, við fundum SMIÐINN
já já þarna var hann í allri sinni dýrð... alsæll í borginni að safna orku fyrir kubbavinnu í heiðinni. Það lá nú við að ég tæki hann bara undir höndina og henti honum á pallinn og brunaði með hann norður "med det samme" en náði nú að hemja mig
jájá get það stundum. Strákarnir fóru með Möggu frænku heim eftir afmælið og við lögðum af stað í ægilegan raftækjaverlannaskoðunarhring... tja eins og vona var þá gerðist nú ekki mikið í þeim hringi.. afrakstur skoðanna í 8 búðir var --- Sodastream tæki og diskurinn með Magna ---- jájá algerlega bráðnauðsýnlegt að fara suður og skoða heimilistæki. Furðulegt með eitt...við vorum sko að leita að ísskáp í litla húsið.. og eftir því sem þeir voru minni því dýrari voru þeir!! skil ekki alveg lógígina í því.. er það vegna þess að það er þá áætlað að maður eigi meiri afgang af peningunum þar sem maður getur keypt svo lítið í skápinn eða hvað er málið!!! þetta endar kannski bara með amerískum í gestahúsið... gætum þá kannski bara notað helminginn sem fataskáp
Eftir þetta óþolandi búðaráp fórum við til Möggu og Stjána að ná í drengina. Stjáni var í þvílíkum ham og greinilegt að snerpan hjá herra Sigurði er engin í samanburði við Stjána.. því Siggi náði enganvegin að fylgja Kyntröllinu eftir.. hvorki í tali né hreyfingum
hann var eins og þeytispjald á eftir börnum, símum og guð má vita hverju...
Við keyrðum svo Stefán Inga heim og droppuðum aðeins við hjá Berglindi. Náðum í Rut niður á Kárastíg og brunuðum í matarboð hjá Sæma og Mörtu.. það var svakalega gaman og langt síðan ég hef hlegið eins agalega mikið.. hvort það var þetta eina hvítvínsglas sem hafði þessi áhrif eða að félagsskapurinn var svona góður er ekki gott að vita.. hehe jú auðvitað var það félagsskapurinn enda aldrei leiðinlegt þegar við hittumst... mamma og pabbi komu líka þannig að það var fjölmennt og fjörugt. kvöldið endaði svo með töskuuppboði Rutar sem sló alveg í gegn. Á leið heim með Rut um kvöldið komum við sem snöggvast við á líknardeildinni en þá var Inga sofnuð eftir langan dag.
Sunnudagur: Morgunverður hjá Önnu og Guðmundi þar sem lesið var í bolla ásamt fleiru.. Edda kom líka til að hitta okkur þar. Fórum svo smá í Smáralindina...brrrrr fæ hroll að hugsa um þessar búðaferðir.. fórum á líknó og ég og Rut fórum saman á Kaffihús svona til að geta rætt smá málin án annarra Mamma kvaddi okkur svo með 3ja rétta máltíð áður en við lögðum af stað heim allir nema þeir þarna feðgarnir TVEIR. var komin heim um 3 um nóttina.
Mánudagur:Keyrði Önnu í skólann og fór með henni inn til að fá breytingu á stundarskránni hennar... þar sem hún var skrifuð í áfanga sem hún hafði tekið utanskóla með 10 bekk í fyrra til að flýta fyrir.. hún hafði nú farið sjálf á föstudaginn í þetta erindi.. en það var ekki klárað þar sem það voru svo margir krakkar á ganginum að bíða ... já spéhræðslan er það mikil að hún ætlaði þá bara að sitja aftur í áfanganum sem hún var í í fyrra???
það er greinilega betra en láta sjá sig standa í röð??? nú en þessu var semsagt reddað þarna um morguninn. Bunaði aftur í sveitina því Skólasetningin í Hrafnagilsskóla var seinna um morguninn... klippti litla skólastrákinn og hann fór svona alsæll með sig á setninguna.. ég er nú svona ykkur að segja með svona smá hnút í
maganum yfir því að þeir bræður verði í samkennslu í vetur.. "Herra stjórnsamur og nákvæmur" á eftir að eiga erfitt með að vera með bróður sínum sem er eins óskipulagður og hinn er í hina áttina. En mikið hafa þeir gott að þessu það eitt er vist. Við Bjarki fórum eftir setninguna að hitta Egil, Júlíu, Öglu og Njálu.. litlu prinsessurnar eru orðnar svo stórar og dásamlegar að mann langar að stinga þeim bara í vasann og fara með þær heim. Við fórum svo til tengdamömmu og yfir á lóð að gróðursettum smá og svona snúlluðumst. Um kvöldið vorum við boðin í mat hjá Rögnu og Gunna og fengum þennan dásamlega kjúklingarétt að hætti húsfrúnnar. Áttum frábært kvöld með stórfjölskyldunni... þó svo við Júlía dveldum lengst af í Húsbílnum í spjalli
Á leiðinni heim var himininn yndislegur.. Tunglið svo fullt og bjart að manni fannst maður vera svo ótrúlega lítilvægur í samanburði við það.
Dagurinn í dag: Bjarki spratt á fætur í morgun við fyrstu vakningu.. og byrjaði að punta sig þvílíkt.. held hann hafi farið með heila túpu af geli í hárinu í skólann í dag..hehe en sætur var hann það get ég sagt. dagurinn svona leið bara ... Erla kom í heimsókn yfir á lóð..ég fór og hitti aðeins Ölfu á leikskólanum.. keypti restina af skóladótinu og tapaði mer í Byko... ætlaði nú bara að kaupa mér einn pensil en það endaði með heilum poka af piparkökuformum... já er agalega svög fyrir þeim.. sé mig alltaf í anda eftir MÖRG ár sem amma og að baka piparkökur með barnabörnunum...
hver stenst svona form sem eru eins og fíll og gíraffi og bangsi og allskonar.hehe. ég sótti svo Önnu í skólan og Bjarka því ég var búin að lofa honum berjamó á stað sem hann er búinn að
vera með á heilanum í heilt ár frá því hann fór með skólanum í gönguferð í Kristnesskóg og sá þar helling af berum.. nú við lögðum við spítalann og lögðum af stað með Bjarka brosandi út af eyrum sem fararstjóra.. hann æddi upp þverbratta brekkuna og við gengum og gengum og gengum.. hann var alveg viss að við værum á réttri leið þar til ég tók nú eftir því að við vorum komin aftur að gatnamótum sem ég kannaðist við.. þá viðurkenndi hann að þetta væri kannski ekki alveg rétta leiðin.. og engin ber sáum við
en mikið rosalega var þetta skemtileg ferð og litli skógarálfurinn minn talaði allan tíman um náttúruna og guð má vita hvað... hann er ótrúlegt náttúrubarn þessi elska og þó svo við værum á göngu í einn og hálfan tíma og mest upp í mót.. þá blés hann aldrei úr nös.. það er ekki alveg hægt að segja það sama um físibelginn sem var á eftir honum og rétt náði að stynja upp eins atkvæða svörum við spurningum hans. Anna fór á vit vinkvenna seinnipartinn og við Bjarki fórum og gróðursettum og máluðum smá... fórum svo með gjöf til Ölfu frænku þetta ægilega sæta tré sem heitir "Björk" en okkur þótti það eiga svo vel við að Alfa Björk ætti eitt slíkt tré
Við rifum upp gras og gróðursettum tréð með bros á vör í Rauðumýrinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.