28.8.2007 | 00:19
Lífsins gangur.
jæja.. einhvernvegin skammast ég mín næstum fyrir að segja að ég var að koma enn einu sinni heim að sunnan.. díses hvað ég er búin að vera mikið þarna í sumar. Allavega keyrði ég heim síðastliðnu nótt með Önnu Maríu og Bjarka Rúnar jú og auðvitað hann Guðfinn...Siggi og Elvar urðu eftir því það er verið að fara að setja nýja brettakanta að framan á svarta bílinn... Vanalega er ég nú svolítið sybbin á leiðinni en núna bara var hausinn á fullu að hugsa um tilgang lífsins. Um daginn frétti ég að æskuvinur minn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að stytta líf sitt
.. hann hafði allt í höndunum til að lifa hamingjusömu lífi, en þunglyndi spyr víst ekki að menntun né öðru þegar hún tekur sér bólfestu í sálum. Það er svo merkilegt hvað hausinn á manni fer á stað og allskonar minningar spretta fram þegar einhver deyr eða er mikið veikur....eitthvað sem maður hefur kannski ekki hugsað um í 30 ár.. er manni ljóslifandi núna og heilu samtölin og dagarnir manni í fersku minni. Ég vildi óska oft að ég gæti bjargað öllum heiminum.. en ég verð víst að sætta mig við það að stundum þarf maður að standa á hliðarlínunni og horfa á úr fjarska.. örlögin eru ekki í mínum höndum. En það veit Guð að hugur minn er hjá honum og megi allir mínir englar vaka yfir honum dag og nótt.
Það sem er svo erfitt er að svo hef ég verið að fara suður til að heimsækja yndislega konu sem berst fyrir lífi sínu á líknardeild og langar hreint ekki að fara frá þessum heimi. Það er eins og lifið sé ekki verðmerkt rétt á öllum stöðum. En þetta er lífsins gangur. Ég held líka að enginn geti gert sér í hugarlund hversu erfitt þetta er fyrir ættingjana þessi biðtími.. þetta er gríðarlega krefjandi .. en líka auðvitað þroskandi og lærdómsríkt.. Þessi fallega kona átti afmæli í dag.. og ég heyrði áðan að hún hefði verið mjög ánægð með daginn sinn. Siggi og Elvar fóru fyrir okkar hönd en ég knúsaði hana og kyssti í gær áður en ég fór. Ég fór líka til Ömmu Mæju á sjúkrahúsið áður en ég fór heim og það er alltaf svo gott að finna hversu vænt henni þykir um það að maður kemur.. Manni líður alltaf eins og maður sé mikilfenglegasta manneskjan í heiminum. Hún talar og talar og heldur mér svo fast að ég finn hendurnar hennar á mér lengi á eftir
Ég er svo sybbin núna að ég ætla að láta þetta gott heita í kvöld.. kannski frekar svona "down" blogg en ég verð örugglega skemmtilegri á morgun
Athugasemdir
Úff ekkért smá gott að sjá að þú ert í lagi og komin norður aftur, já þetta með veikindi það fer ekki eftir stöðu,fjármagni ,aldri eða nokkru sem við virðumst ráða við, hann þarna uppi vill víst að vegur okkar sé miskræklóttur og brattur.
kv.
Ragna
ragna (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.