21.8.2007 | 10:52
Söngnám
jæja þá er ég búin að hringja í Eirík og það var svo sem auðvitað að það er allt fullt í söngnám í vetur en ég var sett á biðlista. Nú er þá bara að krossa fingur. Elvar er ekki sáttur við þetta að ég sé bara að fara í söngnám og er alveg æstur í að láta skrá sig líka en ég ætla nú að byrja á því að senda hann í kórinn áður en hann fer í einkanám þessi elska. En það er kannski líka ekki ráðlagt að ég sé að byrja í þessu námi núna þar sem ég er að fara inná mitt fjórða og síðasta ár í Hómapatanum og það verður nóg að gera.. skil ekki að þessu sé að ljúka.. finnst ég nýbyrjuð í þessu námi.. en það verður yndislegt að klára þennan áfanga sem er búinn að vera þvílíkt ferðaleg andlega. Þó maður hafi verið varaður við því í byrjun þá gerði maður sér enga grein fyrir þvílík sjálfskoðun þetta væri. Sem er gott
Strákarnir 3 Bjarki, Elvar og Mikael voru í Ártúni í allan gærdag og voru það sælir vel ilmandi drengir sem voru sóttir í gærkvöldi. Kanínan er nú öllu skárri en samt lenti þeim vinkonunum víst saman og nú vantar bita í eyrað á Elvars kanínu en hin er rifin í andliti. Já það er grimmt kanínulífið.
Mikael fer heim seinnipartinn í dag og verður mikill söknuður á bænum. En nú fer alvara lífsins að taka við og skólinn að byrja með öllu sem því fylgir og eins gott að fara að setja sig í startholurnar. Sá að innkaupalistinn er kominn þannig að það er eins gott að fara að pússa rykið af því sem til er og sjá hvað uppá vantar. Það er alltaf svona viss spenna í kringum þetta finnst mér.. ekkert jafnast á við fulla skólatösku af nýjum bókum og litum.
Hugsa sér að það sé orðið ár síðan við fluttum norður.. alveg merkilegt hvað tíminn líður hratt. Fyrir ári síðan bjuggum við í treiler yfir í vaglaskógi og það var geggjað kvöld þar sem við sátum og merktum allar skólabækurnar og gerðum klárt fyrir í skólann.. já þröngt meiga sáttir sitja
jæja það er smáð Roki í dag þannig að það er best að drífa sig yfir á lóð og binda niður allt lauslegt svo "gossið" sem ég er búin að kaupa fjúki nú ekki í norðanáttinni yfir á lóðina hjá Lúlla
Annars sýnist mér að hans hús sé líka bara algerlega hreyfingarlaust eins og mitt þannig að ekki get ég pirrast yfir því að smiðirnir séu þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.