Kanínu-Amma

kanínurnarkanínurJá nú er ég orðin amma kanínu sem heitir -Trína- og er 8 vikna og víst alveg sérlega falleg að sögn föðurins hans Elvars.  Þeir vinirnir Júlíus og Elvar fengu að kaupa sér kanínur með því skilyrði að þær yrðu búsettar í kanínubúrÁrtúni heima hjá Júlíusi.  Þeir fengu gamalt búr frá ömmu Júlíusar og það stendur í anddyrinu á fjósinu hjá þeim. Þeir eru ægilega stoltir af gripunum en Trína kanína er eitthvað lasin að þeir halda núna... eða þá að hún er að fara að eignast ungaW00t sem við skulum nú krossa fingur fyrir að sé ekki.

 

 

 

 

amma lindaamma og heiðaHelgina áður en ég fór suður var mikið um að vera og gleymdist alveg að segja frá því öllu saman. Tengdamamma var dregin uppá lóð í grillveislu og hitti svo vel á að Heiða gamli granninn hennar var í grillveislu í næsta húsi og kíkti á hana.  Gamla var alsæl með þennan dag en líklega hefur þetta nú verið full mikið fyrir hana því hún lagðist í ægilega lungnabólgu tveimur dögum seinna og endaði á sjúkrahúsi.  En hún kom nú heim á föstudaginn og er orðin eldhress á ný.

stelpurnarviktor og ElvarMaría og Einar komu líka með alla englana sína og Eið vin Viktors um daginn (man nú bara ekkert hvaða dag það var) og stoppuðu bara ægilega stutt... voru bara svona rétt að líta á menninguna og kirkjugarðast... en þau komu bæði í kaffi og svo borðuðum við pizzu líka saman yfir á lóð áður en þau héldu austur á ný.  Það var rosalega gaman að fá hópinn.. allt of sjaldan sem við hittumst orðið.  María systir lítur svo vel út orðið að manni er farið að líða eins og litla ljóta andarunganum í kringum hana.Blush

Í dag var vaknað frekar seint í kotinu.. en við Bjarki vorum ægilega bjartsýn og ákváðum að hjóla inná lóð sem er ca 30 km.  Við lögðum mjög brött af stað en svo var bara norðanáttin eitthvað að stríða okkur og þurrkur í hálsinum á BjarkaFootinMouth  Við tókum bara með okkur tóma flösku sem við ætluðum að fylla á á leiðinni en viti menn það var ekki ein einasta spræna á vegi okkar.. allt uppþornað í sveitinni.  Siggi kom svo og sótti okkur þegar við vorum komin að Munkaþverá.. Bjarki var eyðilagður að hafa þurft að gefast upp en við höldum nú kannski að orkuleysið stafi af of litlum fiski undanfarið svo það var ákveðið að elda fiskibollur í kvöld sem hann borðaði með miklum ákafa.. enda alveg ákveðinn í þvi að hjóla hringinn með móður sinni eftir nokkur ár.

halli smiðurValli tengdó kom í heimsókn á lóðina og vökvaði fyrir okkur. Lilla og Balli á móti komu í heimsókn og voru í svona eftirlitsferð um sveitina.. og fóru til okkar og Jóhannesar í Bónus..hehe. það var þá.  Við vorum svo bara að dúllast á lóðinni í dag.. ég klippti runnana allan hringinn og var svo bara að reita arfa og svona hnoðast um í grasinu.  Anna María þvoði báða bílana og svo var hún að æfa sig að bakka í allan dag.. semsagt keyrði fram og til baka á 50m svæði og var ægilega spennt fyrir þessu og mátti ekki vera að því að taka sér neinar pásur... ég skil ekki enn að hún hafi ekki farið niður af bakkanum því mér sýndist hún ansi oft missa dekk þar framafPolice glanni.  strákarnir voru að leika sér á fjórhjólunum og trampólíninu... þetta er svona næstum copy past frá því í gær.. því þá vorum við líka á lóðinni allan daginn.. nema ég fór og keypti skal ég segja ykkur olíu með hvítri málningu útí sem átti að verða voða fínt.. en eftir að ég var búin að fara 4 umferðir á framhliðina og næstum enginn munur á húsinu..ákvað ég að hætta.. og Jói granni var líka sammála því að ég hefði greinilega fengið eitthvað vitlaust afgreitt.. ohh.. og ég sem ætlaði að klára að bera á húsið um helgina.  Siggi kláraði að setja þakskyggnið.. skyggni ágætt núna semsagt í Brúnahlíð.  Við fórum svo til tengdamömmu smá í lok dagsins áður en haldið var heim á leið í fiskibolluveislu.

                                      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkért smá gaman að lesa um ykkur og þvílíkur dugnaður alltaf í þessari fjölskyldu,

kv. ragna

ragna (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 16:18

2 identicon

Takk fyrir kíkkið í dag ;)

Hlakka til að koma yfir á lóð þegar róast hjá mér hehe tekur smá tíma að losa leiðinlega draslið af holinu og finna "góðan" stað fyrir það. Alltaf skal maður geyma það leiðinlega þar til síðast...

 Luvya ***, kv. Alfa

Alfa (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband