keypti

Jæja þá er ég komin heim á ný.  Þetta var mjög erfið vika en samt margt gott í henni.  Ég og Mikael vinur Bjarka(sem ætlar að vera hjá okkur í viku) keyrðum heim í gær þennan oggolitla colt sem ég var að ferja.. ég hef oft ferjað og vanalega eru þetta þvílíku stationarnir sem ég kem á en auðvitað núna þegar ég var búin að versla heila búslóð í borginni þá fékk ég minnsta bíl sem þeir bjóða uppá. Smile   Við mamma vorum eins og leirkarlarnir að troða þessu í bílinn..  Keypti salerni og vaskaskenk í gestahúsið og þetta bara var ekki að komast í bílinn... var farin að halda að ég yrði bara að rífa framsætið úr og sitja á salerninu og keyra.. hehe en svo tókst okkur nú að skrúfa sundur skenkinn og smella þessu inn.. ég keypti líka "HEIMINN" handa Elvari.  rosa flott.  hann er 2x1.4 og ég ætla að setja hann á stál þannig að hann geti haft þetta sem segulplötu líka.. eina sem vantar núna er að smiðirnir láti sjá sig svo ég geti farið að smíða vegginn í herberginu hans undir þetta.Smile   Ég fór líka í góða hirðinn og ætlaði að versla mér svona allskonar ósamstæða diska til að hafa í gestahúsinu.. en viti menn í þetta sinn voru bara samstæðir diskar í boð.FootinMouth þannig að ég sleppti því þar til næst.  Ég náði að hitta óvenjumarga í borginni í þetta sinn og notaði tíman mjög vel held ég.  Hitti Eddu Björk - Rut - Mike- Ingu - Finn - Ragnheiði - Leiðhamra - Maríu Þórunni - Þórdísi- Júlíu - Erlu - Braga og bara helling af öðru skemmtilegu fólki.Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband