4.8.2007 | 00:31
Að vera foreldri um verslunarmannhelgi
Ég hef nú löngum haft það orð á mér að vera strangasta mamman!!! í skólanum..í fótboltanum..í hverfinu..og bara örugglega strangasta mamman í öllum heiminum að áliti unglingsins. "Allir nema ég" er líka MJÖG vinsæl setning.!!! það versta sem ég heyri svo frá öðrum foreldrum er "ég var nú á þessum aldri farin að gera hitt og þetta" Er málið að við ölum upp börnin eins og okkur???Eigum við að gefast upp þó svo aðrir geri það?? Viljum við ekki flest að börnin okkar nái lengra en við í lífinu.. er ekki aðalmarkmið okkar að barnið finni hamingjuna innra með sér og þurfi ekki aðra til að gera sig hamingjusama.?? Allavega óska ég þess heitast að mín börn verði sátt við sig og hamingjusöm.. og ég held nú að þó svo þjóðfélagið sem í þenslu núna og nýríkir spretti upp eins og gorkúlur hér og þar að við vitum að það gerir ekki manneskjuna sátta.. við verður aldrei sátt fyrr en við sættumst við sjálfa okkur.. Við eigum að taka þátt í öllu í dag í lífi barna okkar mun meira en áður var gert.. t.d. í leikskólum og skólum of félagsstarfi... En svo er eins og þegar það kemur að því að þau vilji fara út á lífið.. getum við ekki gert neitt.. því allir aðrir fá að fara...já ekki man ég eftir því að það hafi verið eitthvað foreldradæmi í gangi þegar ég var á þessum aldri.. neinie.. eina skiptið sem foreldrarnir komu í skólann var ef það var foreldraviðtal.. 1x á ári held ég og þá kom að sjálfsögðu bara mamma.. Við tökum þátt í öllu sem þau gera fram til 15 ára þegar þau útskrifast úr grunnskóla..ég skil ekki afhverju það er þá svona óeðlilegt að maður vilji halda í höndina á barninu sínu í gegnum unglingsárin og hafa aga. Ég er mótfallin því að börnin stjórni foreldrunum... auðvitað var maður ekki alltaf sáttur hér á árum áður en hver segir að það hafi ekki gert manni gott að fá ekki alltaf allt.?? Ég held að málið sé að við erum að fjarlægjast svo uppruna okkar og rætur... litlu hlutirnir í lífinu sem eru svo dýrmætir hverfa í stress og læti nútíma þjóðfélags... Hvað ætli það séu margir unglingar sem búa t.d. í R-vík sem hafa í raun heyrt þögnina?? hafa verið úti í náttúrunni og heyrt bara í fuglum eða læk? það sést varla sála á þessum aldri sem er úti í náttúrunni nema þá með I-pod í eyrunum
jæja nú er ég farin að tala eins og gömul kerling.. best að hætta þessu. Allavega þá er unglingurinn hér uppí sófa og er komin í gott skap... þó svo að fíla dagsins hafi kostað hana það að hún fær ekki að fara á 16 ára ballið með Palla á morgun. En hver veit hvað gerist ef maður er glaður og þakklátur fyrir það sem maður hefur.. þá er ég viss um að verðlaunin verða manni í hag.
Man eina skemmtilega stund sem við áttum fjölskyldan í Brynjudal í fyrravor.. við vorum að labba upp með fossi og settumst til að hvíla okkur.. ég sagði krökkunum að leggjast á bakkann og loka augunum og hlusta bara á hljóðin sem heyrðust og reyna að ímynda sér að þau væru hluti af náttúrunni... myndu bráðna inní umhverfið.. þau lögðust öll og ég líka.. en eftir ca 4 mín var staðan svona... Elvar lá enn og naut kyrrðarinnar og fannst hann vera orðinn að steini... Bjarki var kominn uppá topp á fossinum og kallaði til mín að sjá hvað hann hefði verið fljótur upp.... Anna María kraup á árbakkanum og var að reyna að fá sér að drekka en lenti "ofaní" að sjálfsögðu.. já við erum öll svo ólík.. sem gerir lífið svo skemtilegt og fjölbreytt.
Við vorum bara hér í rólegheitum frameftir degi í dag í rigningunni... fórum svo yfir á lóð og ég sló aðeins og gröfukarlinn var að setja möl yfir drenlagnirnar. Siggi kom heim að austan og alveg að tapa sér yfir því hvað hann hefur mörg verkefni sem bíða hans.!!! ef hann verður ekki slakari á morgun verð ég bara að reka hann uppí lautina góðu og ath hvort hann róast ekki.
Magni ætlaði að sofa hjá okkur aðra nótt en svo þegar leið á kvöldið fékk hann heimþrá og ætlar að fá að koma að sofa hjá okkur bara aftur eftir nokkra daga... enda var Júlía systir hans að koma í kvöld að sunnan og fullt af spennandi hlutum að gerast.
Tók spólu í kvöld.. juminn ég er svo glötuð í að velja myndir.. og í kvöld klikkaði ég ekki því ég tók víst sömu myndi og við tókum síðast!! hehe mér fannst ég ekkert kannast við textann aftaná...þannig að það er vonandi langt þangað til ég verð send að velja spólu aftur.
Athugasemdir
veistu..... ég er svooo sammála þér....
það er að mínu viti hlutverk foreldra að leiða börn sín í átt að ákveðnum þroska..... en ekki að láta teyma sig þangað sem "allir hinir" eru að fara...... vitandi kanski að það er leið sem er engum (eða fáum) til góðs.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 4.8.2007 kl. 00:59
Takk fyrir stuðninginn Fanney. stundum er maður á mörkum þess að gefast upp en svo sér maður að árangurinn.. og það gerir mann stoltan á ný.
Guðrún Ösp, 4.8.2007 kl. 09:14
Sæl frænka
Og velkomin í hóp verstu foreldra. Við Ragna munum enn (þrátt fyrir háan aldur) þegar við fengum þennan titil. Ég tel það næstum merki um að uppeldið sé jafnvel að takast ef maður fær "stimpilinn" og ef ég á að segja sjálfur frá og gefa "dóm" um hvernig til tókst þá tel ég mín börn hafa komist sæmilega í gegn um þessar "þrengingar" að búa með þessum ömurlegu foreldrum sem við vorum stundum talin. Ef við Ragna ættum að tala til þinna barna þá mega þau vera stolt , glöð og þakklát fyrir að eiga foreldra eins og ykkur Sigga. Það eru alls ekki mörg börn svona heppin. Við gengum í gegnum bæinn okkar í gærkveldi og þar sáust mörg merki um misheppnað uppeldi og hefði margur unglingurinn haft gott af smá uppeldi í stað alls þessa frjálsræði sem þau svo því miður kunna ekki að "höndla" eða virða.
Rétt í lokin: Við lesum hugrenningar þinnar kvölds og morgna svo endilega haltu áfram að hugsa upphátt ( á takkaborðið ). Það gleður okkur einatt!!
Jóhann Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 10:00
ég er únglíngur í reygjavíg og mér finnst þögnin og fuglasöngurinn í 101 yndislegur að vísu er eini lækjarniðurinn sem ég hef heyrt þegar einhver pissar utaní húsið hjá mér en ég meina maður getur ekki fengið allt, skiluru! Luv ya.
borg óttans (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.