3.8.2007 | 12:35
Markaðsfræði í meiraprófinu!!! mæli með því
Það er bara eins og þessir verktakar viti ekkert um það hvað þarf til þess að reka fyrirtæki.. Ég bara skil ekki það að taka að sér verk og gera það annaðhvort illa eða ekki neitt.. mér finnst alveg augljóst að fólk hringir ekki í þann verktaka aftur!! eða hvað?? Allavega þá kom ég á lóðina í gær til að hitta "góða gröfukarlinn" sem segir þegar hann kemst ekki og hvenær hann kemst.. gríðarlegur kostur.. nú hann ætlaði að setja efni í kringum húsið sem "hinn gröfukarlinn" átti að vera kominn með... fyrir mörgum dögum og er í hvert sinn sem við heyrum í honum við það að moka efninu á pallinn!! Ég bara er mjög svona skilningsrík á að hlutirnir gerist seint.. en þetta er svona að verða heldur pirrandi.. kanski er málið að ég er of snögg að borga honum þegar hann kemur með reikningana.. ætti kannski að ath hvort það virkar betur að borga þeim ekki!! Sigurður er á austurlandi og hefur þessar gríðarlegu áhyggjur að ég verði ekki á staðnum örugglega þegar þeir koma, til að segja til með útlit á jarðvegi kringum húsið.. en guð minn góður ég væri orðin að garðálfi ef ég ætti að bíða á lóðarmörkum í fleiri vikur eftir að vinnuvél renni í hlað.. ég er að verða eins og hundarnir og stekk á fætur um leið og ég heyri í þungavinnuvél í 5 km radíus..
En nóg um það... þetta verður frábært þegar þetta verður búið.
Í gær fór ég snemma af stað til að skutla Önnu í vinnuna..úff hvað það tekur mikinn tíma að græja sig til þegar maður er 15 ætti þetta ekki að vera öfugt.. að við værum lengur þessar gömlu að sparsla í skurðina.. en kannski er málið að við "eða höfum það ÉG" er löngu búin að gefast upp á því að halda að ég geti litið út eins og módel í hvert sinn sem ég fer útúr húsi
Ég fór í Húsasmiðjuna að panta nýtt járn á þakið á gestahúsinu.. því það á að vera eins og á stóra húsinu.. svart og staflað.. Ég ætlaði líka að ná í glugga sem var í pöntun fyrir gestahúsið..því okkur langaði í stóran þar sem er lítill í suður sko.. en það hafði verið einhver misskilningur og enginn gluggi fannst en ég fór með einhver blá bönd fyrir þakpappann..eins gott að fara ekki tómhentur heim.
Síðan vorum við frænkur Alfa og ég svakalega duglegar að klára að mála í rauðumýrinni og nú er bara eftir að flytja restina af öllu dótinu inn. Ég finn fyrir þvílíkri hamingju fyrir hennar hönd að vera komin svona langt með að koma sér fyrir.. get ekki beðið eftir að geta farið að mála og innrétta hjá mér. Ég er búin að þvo allan þvott sem ég finn til að þvo í vélinni hjá Ölfu í NÝJA ÞVOTTAHÚSINU hennar.. því ég fann þetta snilldarprógramm á vélinni hennar sem tekur bara 50mín.. uss það er sko á hreinu að ég verð að fá mér svona vel..
Elvar og Bjarki urðu eftir um morguninn heima því þá langaði að sofa aðeins út... og vildu svo hjóla í bæinn
eftir mikið af reglum og pælingum lofaði ég það. Þeir hjóluðu af stað þvílíkt spenntir um leið og þeir vöknuðu og gleymdu í spennunni að borða morgunmat..en höfðu sem betur fer munað að taka með sér nesti..hehe greijin hjóluðu nánast að Hrafnagili og alveg í sjokki að þeir hefðu gefist upp þar.. eftir 2ja tíma hjól með norðanáttina í fangið.. mér fannst þeir algerar hetjur.
Ég kom svo aðeins við í Vanabyggðinni hjá Matta og Erlu.. Matti alveg á fullu að gera allt í einu sýndist mér helst... setja upp markísu úti...og taka Daníels herbergi í nefið.. nú er hann að verða GAUR og þarf að fá stærra rúm og svona til að geta tekið á móti skvísum í heimsókn.. hehe Við enduðum svo bara þarna í mat.. fórum og keyptum pízzu í liðið.. ó mæ god hvað það voru mörg börn.. þeirra 5 plús eitt auka og mín 3 plús Magni frændi. það var vel líflegt við matarborðið en svakalega gaman eins og alltaf í kringum þessa fjölsk. Við ílengdumst þarna langt fram eftir kvöldi og fórum svo niður í Rán til að ná í dót handa Magna því þá langaði svo að hann myndi gista hjá okkur í sveitinni.. Magni hafði verið fyrr um daginn að veiða með pabba sínum og sýndi okkur þennan svaka afla. 4 stóra silunga. Þröstur sýndi mér næturljós sem ég er að hugsa um að hafa á ganginum og bílskúrnum.. rosa sniðug..bara smá rönd undir tengli.. í sömu dós.. alger snilld. Við komum svo við á lóðinni á leiðinni eim til að ath hvort eitthvað efni væri komið en auðvitað var það ekki.
Athugasemdir
Hvar ertu annars að byggja? Ég held ég hafi misst af því.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:42
ég er að byggja einbýli yfir í heiði... beint á móti flugvellinum... 250 fm rúma + 15 fm gestahús.
Guðrún Ösp, 3.8.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.