2.8.2007 | 00:34
Kubbarlingar og bingalingaló.
Maður getu nú ekki annað en bara brosað út í bæði þegar maður er komin með kubbana heim í skúr sko..erum ekki búin að fá alla sem okkur vantar, en allavega alla sem voru til í Húsasmiðjunni það eitt er víst.
Smiðurinn var nú ekkert æstur í að segja mér hvenær þeir myndu byrja en sagði að það yrði einhverntíman eftir verslunarmanna-helgi... nú við vitum þá allavega að það verður ekki byrjað í dag eða morgun
En það þýðir víst ekkert að vera óþolinmóð.. ég er nú heldur ekkert þekkt fyrir það neitt..neinei.. þarf aldrei neitt að gerast strax sem ég er að gera.
Það er búið að vera ægilega mikið um afmæli undanfarna daga.. Alfa átti afmæli 28. júlí og á þeim degi fékk skvísan afhent einbýlishúsið sitt.. ekkert smá hamingjusöm.. enda rosalega flott hús.. ég var með henni í gær að mála loftið í stofunni og velja málningu á veggina og svo máluðum við eina umferð á stofuna og holið í dag og náðum í eina kerru af dóti í gömlu íbúðina.. þvottavél og þurrkara og gasgrill og fleira.. þannig að á morgun getum við þvegið meðan við málum og grillað okkur milli umferða
Ég er nefnilega svo ægilega heppin að þvottavélin mín er dáin.. og ég þarf að koma henni niður alla stigana og uppá pallinn á bílnum til að fara með hana í viðgerð... en bara ræð ekki við hana ein því hún er þvíííílíkt þung... hljóta að vera allir stöku sokkarnir sem ég held hún hljóti að éta sem eru að gera hana svona þunga.
Nú 29. júlí átti tengdapabbi afmæli, 73 ára karlinn en lítur sko hreint ekki út fyrir það.. asskoti hress karlinn
Hann má eiga það. Enda er maðurinn eins og hind um allan bæ á göngu á hverjum degi og í sundi líka.. hann fer enn á skíði og skauta og slær ungu strákunum ekkert eftir. Hann hræðist fátt nema að vera með mér í bíl og samt hefur hann farið með mér nokkrar ferðirnar suður. Hann er svakalegur á hraðamælinum og segir ósjaldan "Guðrún, Siggi festir alltaf hraðan í 90...viltu ekki gera það bara líka"!!
30. júlí hefði afi í Rán átt afmæli og ég kíkti smá í garðinn og hugsaði mikið hans... heitu handanna.. og það hvað það skipti mann alltaf miklu máli að gera honum til hæfis.. það var sko ekkert grín að vera ekki í náðinni hjá honum.. man til dæmis þegar ég var ný búin að taka bílprófið og hann sagði mér að skutla sér á frímúrarafund.. hann svona ótrúlega fínn í kjólfötum og skóhlífum.. enginn var tignarlegri en afi þannig klæddur.. en á stað fórum við á A-23 Peugeot með leðri (þótti sko ekkert slor) en ég var rétt komin upp í grænugötu þegar hann sló á hendurnar á mér og sagði mér að stoppa.. málið var að ég hélt ekki rétt um stýrið.. 10 mínútur í tvö skildi það vera og ekkert innanstýris-hald í beygjum... vá hvað ég var hrædd.. en hugsa oft um þetta þegar ég er að keyra enn í dag. þetta var ræða sem situr í manni.. og þannig voru flestar hans ræður.. neinei.. ekkert tuð bara ákveðið og hnitmiðað.
31.júlí var það svo Marta mín.. "skiljiði mig" sem átti afmæli "skiljiði mig" hún er enn með sama kækinn og þegar hún var 17 ára "skiljiði mig"
en ég elska hana samt. Það er merkilegt með stelpurnar hennar Mörtu og Sæma.. því það er alveg sama hvað það er sem er ekki nógu gott með þær.. að það minnir hana alltaf á MIG!!! Hárið á Báru er rosalega erfitt og allt of þykkt.. eins og mitt!!! Björk er trunta eins og ég!!! og lengi mætti telja.. en ég held nú að málið sé að hún saknar mín svo mikið að hún sér mig bara í þeim..hehehe
p.s ég á þessa lengst til vinstri.. þó svo hún passi ágætlega inní þennan stelpuhóp í kringum Sæma.
Ég fór líka með tengdó smá rúnt í dag.. hún alveg að verða vittlaus á þessu "gamla" fólki á elliheimilinu.. þurfti að komast í menningu smá stund
Anna María er byrjuð að vinna á leikskólanum Hólmasól... svona ægilega ánægð. Engin formleg kvörtun hefur enn borist frá leikskólastjóra þannig að þetta hlýtur að vera fínt. Annars hef ég nú lítið séð af henni þar sem það er svo ægilega mikið að gera við að hitta alla vinina.. endalaus surprise uppákomur í gangi þar sem hún átti ekkert að vera komin heim.. það er nú eitthvað fyrir hana.
Sigtryggur vinur Elvars kom til okkar í fyrradag .. þeir ætluðu að gista í fellihýsinu um nóttina og var öllu til tjaldað.. en viti menn.. þegar það var búið að bera allt út í fellihýsi og við lögst undir feld 15 mín seinna, læddust þessir jaxlar inn og kvörtuðu yfir kulda og óæskilegum hljóðum.En þessar elskur sváfu kannski sem betur fer inni því Sigtryggur var orðinn veikur um morguninn greijið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.