31.7.2007 | 09:16
Safngripurinn í Sumarfríi að smíða Pall
Ég er komin heim í heiðardalinn..úff hvað það er gott.. síðustu dagar hafa verið svakalega erfiðir en samt góðir því Inga er sterk og er alt önnur og í dag var hún staðráðin i því að koma sér út af deildinni og fara í heimsókn út með Rut til Boltimore.. já ég er viss um að hún getur það því hún er sko eyrarpúki og þeir gefast sko ekki upp.
Vistin á Hótel Steingervingarsafni var kærkomin og tókst að ég held nokkuð vel miðað við að koma með 9 manna her í fæði og rúm.. ég reyndi nú hvað ég gat að láta þetta ekki bitna á safnverðinum .. með því að skaffa mat og elda ofan í herinn.. það var matreiddur þessi ægilega fíni fjögurra tíma gamli skötuselur.. og vá hvað hann var góður, enda hringdum við í Óskar til að fá góða uppskrift..Argentínukóngurinn klikkar nú ekki.. þetta er algert sælgæti og kom mér verulega á óvart.
Safngripurinn Sævar er í sumarfríi.. og er að gera pall á bakvið hús.. og það skal ég segja þér að það fer ekki framhjá nokkrum manni sem hann hittir eða sér.... held það hljóti að hafa bankað uppá sértrúasöfnuður sem sérhæfir sig í að heilaþvo menn sem eru í sumarfríi og huga að pallagerð....hann bara er með þennan pall algerlega á heilanum og maður er bara heppinn ef maður fer ekki frá honum með tölur á blaði um verð á fermeter á pallaefni og skrúfum... já skrúfum.. þær kosta skal ég segja ykkur 20 krónur stykkið.. og ég er viss um að þegar hann fer inn á kvöldin sendir hann mömmu á byggingarsvæði í nágrenninu til að að ath hvort hún finni ekki skrúfur. Hann er þarna á bakvið veltandi um grindurnar undir pallinn og ég verð mjög hissa ef hann fer heill í gegnum þetta...ég sagði honum nú samt að passa sig að klára pallinn áður en hann hrykki uppaf því það yrði fínt að halda bara erfidrykkjunna á pallinum
Mamma er sem betur fer líka í fríi því hann gæti þetta líklega ekki án hennar.. hann situr og hún hleypur í hringi með vélar og spítur og málband.. og hann svo skrúfar þetta fast!!! jájá og "hann" er að smíða pallinn!!! Svo argar hann bara "Ella ég er þyrstur" eða "Ella ég er hættur nenniru að taka allt saman" Já og takið eftir því að það kom einn skúr í síðustu viku og það var akkúrat þegar pabbi var búinn að hræra steypu og hella í holurnar.. og þá settist hann bara niður og kallaði "Ella það er komin rigning.. það vantar plast yfir þetta"
Athugasemdir
Takk fyri hjálpina í gær, það var dásamlegt að fá þig til að hjálpa.
já hann pabbi þinn er nú snjall smiður... það verður spennandi að sjá djásnið í næstu suðurferð.
Alfa Björk Kristinsdóttir, 1.8.2007 kl. 08:42
Já, en hún vinnur nú á VERKFRÆÐISTOFU!!!!! Og þeir sem vinna þar eiga nú að vita allt um STEINSTEYPU, en kannski ekki um þetta "Ella, þetta - Ella hitt":), en það hefur komið af sjálfu sér með árunum :( bj.
Björn Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.