27.7.2007 | 12:02
Endurkoma dótturinnar
Á mánudagsmorgun Hringdi Rut frá Boltimore með fréttir af mömmu sinni (Ingu systur Valla tengdapabba)sem voru ekki nógu góðar.
Hún var komin með lungnabólgu og komin á líknardeildina. Þannig að það var allt sett á fullt að finna far fyrir alla heim og pakka og redda búinu á meðan þau væru í burtu... ég held ég hafi eytt ca 4 tímum bara á bið hjá Icelandair þann daginn .. alveg ótrúleg þjónusta.. en allt reddaðist þetta nú og heim flugu þau.. Ég brunaði svo að stað suður um kvöldið með Valla með mér svo hann gæti líka hitt systur sína. Um morguninn sótti ég Borland fjölskylduna á völlinn ásamt heimasætunni minni.. það var rosa gott að sjá þau öll .. á leiðinni í bæinn sýndi ég þeim svo fatastandinn hennar Önnu sem hafði átt að fara á haugana áður en ég lagði af stað að norðan en ég auðvitað steingleymt því og mundi eftir því á leiðinni á völlinn fyrr um morguninn.. þannig að ég ákvað að losa mig við hann á góðum stað í kantinum því ég vissi að það yrði fullur pallur af farangrinum þeirra.. Haldiði ekki að þetta gæti reynst hjólreiðamönnum vel til að skipta um föt og þannig???.. svo eru nú líka hin furðulegustu listaverk um allt land þannig að þarna í vegkantinum stóð þessi fíni krómstandur til prýðis.
ég var búin að fá leyfi hjá mömmu til að koma með allt stóðið til hennar og nú búum við hér í öllum herbergjum við góð yfirlæti... að vísu hefur Rut sofið allar nætur á sjúkrahúsinu en Mike og Sebastían kúra hér.. í stórum dráttum hefur Inga verið upp og niður og í dag er Hún ótrúlega góð og sat úti á verönd áðan þegar Rut hringdi þannig að ég er að far að skutla Mike og Sebastían til þeirra.. Inga er svo yndisleg og þegar hún byrjar að segja sögur segir hún svo skemmtilega frá að allir eru í kasti. Nú er bara að krossa fingur að áframhaldið verði á sömu braut... þessi kona er líklegasta þrjóskasta kona sem ég þekki..hlustar ekki á neitt kjaftæði og væl.
verð að drífa mig núna en skrifa meira á eftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.