21.7.2007 | 23:29
Kubbalaust land og barnlaus kona.
það var hresst fólk sem lagði í ferð vestur fyrir fjall á Krókinn á fimmtudaginn... ég var búin að biðja Bjarka um að fara varlega í gosið á leiðinni svo það þyrfti ekki að stoppa á 5 mín fresti ... því að eina ferðina suður þurfti ég að stoppa 17 sinnum svo hann gæti pissað.. hann bara verður svo spenntur á ferðalögum að hann getur ekki haldið þessu í sér barnið... nú ég þurfti nú aldrei að stoppa til að pissa en hann á einhvern óskiljanlegan hátt var að fá sér sopa af gosi og þegar hann var að leggja flöskuna frá sér gaus bara alt uppúr og yfir hann allan!! þannig að það þurfti að stoppa og berhátta barnið og setja í nýtt dress..
hann sagði okkur líka fullt af bröndurum á leiðinni því hann fór á bókasafnið um daginn og fékk lánaða brandarabók og er búinn að læra alla stuttu brandarana utanað... hann ætlar svo að fara að prufa þessa löngu.. en vandamálið er að hann er svo lengi að lesa að þegar brandarinn er búinn man hann ekkert hvernig hann byrjaði ..
Við kvöddum svo litla krúttið á Króknum og fórum í þennan dýrindis mat hjá Dóru.. Inga kom líka með krakkana og þetta var rooosalega gaman. Við urðum að hafa svona Rússneska uppstillingu á myndunum til að sýna að við erum ennþá 19 þó árin segi annað.
þegar við Alfa vorum á leiðinni heim tvær ALEINAR áttuðum við okkur á því að það hafði bara ekki gerst í mörg mörg ár.. þó svo við séum svona mikið saman erum við einhvernvegin altaf með börn með okkur. Þannig að þessi ferð með öllum þeim umræðum sem fram fóru var algerlega kærkomin.
föstudagurinn varð að engu.. bara var búin áður en áttaði mig á því.. merkilegt hvernig sumir dagar eru þannig bara.. en við vorum nú samt um kvöldið svolítið að dunda á lóðinni og ÞRIFUM bílskúrinn og settum hjólin inn.. svona rétt að fá fílinginn fyrir þessu sko.. og ég sá að ég get gleymt því að Sigurður muni hjálpa til með þrifin í húsinu því hann var GEGGJAÐ lengi að sópa skúrinn maðurinn..
Fengum góða gesti líka í gær þegar Magga - Kiddi - Maggi - Alfa og Arna komu að líta á okkur.. maggi og Guffi voru voða góðir vinir og ég held að þeir séu í keppni hver getur opnað munninn meira á myndinni
svo var hann að fara að háma í sig pizzu með fólkinu og að drepast úr spennu að fara að fara suður og vera í afmælinu hjá Ingu og Skúla JR.
Dagurinn í dag var nákvæmlega svona.. við vorum á lóðinni í allan dag að bara DUNDA og sumir sváfu meira en aðrir.. ég held ég verið bara að fara að láta moka í lautina ef við ætlum að flytja inni húsið því það er að verða daglegt brauð að ég kem bara að bóndanum hrjótandi í lautinn.
En hann vaknaði nú svona seinnipartinn passlega til að grilla og svona ofaní okkur Ölfu og Örnu. ég setti jarðvegsdúk norðan við gestahúsið og möl ofaná.. ægilega fínt og sáði slatta af grasfræum.
Við vorum að heyra í gær að það eru allir kubbar búnir á landinu hlaut eiginlega að vera eitthvað svonleiðis því við höfum hvorki séð né heyrt í Harry og Heimi.. en við skulum nú vona að við séum ekki aftarlega á biðlistanum með þetta.
Athugasemdir
Hmm það er nú ljótt þegar ég er orðin duglegri en þú að blogga... veit að það er mikið að gera hjá þér. Takk fyrir að fá að hafa prinsinn í gær. Kv. Alfan
Alfa (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.