19.7.2007 | 09:38
Heitt eða kalt??? já hvort er betra??
Er komin heim úr ægilegri borgarferð.. við gerðum ansi margt og hittum ansi marga og ég veit ekkert hvar ég á að byrja en ég er mjög sátt að vera komin heim á ný í kuldann.. veit ekkert ömurlegra en of mikinn hita.. og almáttugur það er sko ekki grín að vera hundur í bíl í þessu veðri.. Guðfinnur var bara algerlega að kafna allan tíman.. meira að segja voru næturnar svo heita að hann var alltaf að vakna og vildi fá vatn.. það væri það nú ef fólk þarf að fara að fá sér loftkælingu í húsin á íslandi.. það væri nú saga til næsta bæjar.. Allavega það að vera í bíl í Costa-Reykjavík var ógeð.. maður settist inn svona allt í lagi en svo byrjaði maður að svitna og fötin límdust við mann og maður sá ekki út um sólgleraugun því maður svitnaði svo að það kom móða inná þau..þannig að maður keyrir gleraugnalaus og er svona ægilega líka grettur og fínn.. og ég er nú vanalega með pírð augu en í sól get ég sagt ykkur er næstum því ekki hægt að sjá augabrúnir ég píri þau svo.. og svo steig maður út úr bílnum og þá voru fötin eins og kafarabúningur á manni.. algerlega sleikt og svona líka ægilega lítið krumpuð...ilmvatnið sem maður setti á sig áður en maður fór af stað minnir helst á lykt af skordýraeitri eftir að hitana svona á húðinni.. og svo sér maður hverja sálina á fætur öðrum með 2. stigs bruna og getur rétt ímyndað sér líðanina.. og spáið í það að fólk er að borga fleiri hundruð þúsund til að fá akkúrat þetta á hverju sumri erlendis.. ef ég ætti ekki þennan mann sem elskar þetta þá get ég sagt ykkur að ég hefði aldrei farið aftur á sólarströnd eftir 1. skiptið. það eina sem var betra við rvík.. var að það var ekki sandur í öllum líkamsopum í lok dagsins. Nú ég fór suður til þess að breyta svarta trukknum..setja stærri dekk og fækka þeim úr 6 í 4. þetta tókst svona ágætlega og ég var ægilega grobbin með mig á bílnum í heilan hálftíma þar til það var búið að setja á pallinn á honum þennan líka ljóta snjósleða sem Sæmi og Siggi voru búnir að gera upp fyrir nokkrum árum og greinilegt að það er meiri líkur að það verði hægt að nota hann norðan heiða. Með þennan sleða rúntaði ég svo allan daginn í borginni og líka hér heima í gær því Siggi kom ekki heim fyrr en seint í gærkvöldi. Fólk hélt örugglega að ég væri bara að gera grín að rúnta með þetta í 22 stiga hita um göturnar. Júlíus vinur Elvars var eins og sól allan tíman... þvílík upplifum fyrir hann að sjá borgina og ég held að það að fara í göngin hafi toppað allt... hann bara var ekki að jafna sig á því að hafa keyrt undir sjóinn. Það var reynt að sjá allar helstu byggingar í borginni og þeir náðu að fara í sund - húsdýragarðinn- keilu - smáralind - macdonalds og burgerking ásamt helling af heimsóknum.. t.d. Fellahvarf til mömmu og pabba - Maríu ömmu - Berglindar og krakkanna - Margrétar og Stjána og krakkanna - Steinunnar Halldóru og fjölskyldu - Önnu frænku - Veru í næsta - Ingu og Finns og ég fór svo sjálf á nokkra staði þegar þau voru í húsdýragarðinum.. svona húsaspegúleringar. Við toppuðum nú alveg ferðin með því að verða straumlaus í Ártúnsbrekkunni og þurftum að fá mömmu til að koma og gefa mér straum.. gleymdist að slökkva á play station á meðan við fórum inn að borða.. klaufar. Í gær var voða gaman að mestu.. að vísu var erfitt að kveðja Elvar þegar hann var að fara á Ástjörn í viku en hann hafði mestar áhyggjur af því að mér myndi leiðast á meðan hann væri í burtu..ehehe.. úff ég vona svo innilega að þetta eigi eftir að vera gaman hjá honum. svo fór ég niður í Rán til ömmu og Bjarki varð eftir þar á meðan ég fór að
hitta "gömlu" vinkonurnar á kaffihúsi.. Stella vinkona var að kaupa um daginn Bláu Könnuna og við ákváðum að hittast þar. Ég Inga og Dóra Heiða.. það var voða gaman að hittast saman aftur og mikið spjallað.. að vísu geggjað að gera hjá Stellu þannig að hún gat lítið spjallað. það var svo ákveðið að hittast hjá Dóru í dag á Króknum því ég er að fara að keyra Bjarka í veg fyrir Mikael vin sinn sem er á leið í sumarbústað með foreldrum í Húsafell.. og Inga var að fara með krakkana í rafting í skagafjörðinn..Alfa kemur með mér.. ju manni líður aftur eins og 19 að vera með þeim öllum.. vantar bara Heiðu A og þá væri þetta fullkomið. Um kvöldið komu svo Solla, Amma og Magni í grill yfir á lóðina og það var voða gaman að sjá hvað amma var dugleg.. labbaði yfir hóla og hæðir og brýr.


Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.