15.7.2007 | 18:40
Afmæli dularfullu hjákonunnar
Það var kvatt Ívar á föstudaginn með mikilli eftirsjá.. hann var var næstum hættur við að fljúga þegar ég sagði honum að það væri föstudagurinn 13. og hvað það þýddi.. en lét sig svo hafa það. Hann bað mig að hringja svo í sig um kvöldið eftir matarboðið til Maggýar og co og það gerði ég um 11.. þá var minn nú byrjaður á captin morgan flöskunni sinni og svona líka ægilega glaður með lífið.. sagði að vísu að það hefði verið erfitt í matarboðinu en allir hafi verið ofsalega næs en bara ekki talað neina ensku þar til Sigurbjörn sonur Maggýar kom.. og það reddaði málunum.. þar sem hann gat þá túlkað fyrir Lillu og þannig.
Norðurorka hringdi á föstudaginn líka til að segja að við yrðum að vera búin að fjarlægja grjótið kl 7 því þá yrði farið í kranann... við náðum loks á einum kalli til að koma að grafa.. á þessari líka svaka skóflu... hrúgan virðist bara oggolítil hjá henni... en viti menn.. þeir komu aldrei kl 7 og eru ekki komnir enn!!!! já þeir verða sko látnir heyra það blessaðir og látnir líka borga gröfukarlinum vinnuna.. ó já.
Um kvöldið nutum við þess að vera bara við fjögur heima og það var kominn tími á eina þannig kvöldstund. Þó það sé agalega gaman að vera með gesti, þá stundum þarf maður bara að vera ein.. Siggi´fór svo að vinna fyrir fyrsta hana gal í gær svo hann kæmist í Afmælið hjá Helgu kærustu Valla tengdó. Þetta var rooosalega skemmtilegt afmæli og við sem héldum að þetta yrði eitt af þessum veislum sem maður þekkir engan og er útí horni.. neinie allir komu og töluðu við okkur og vissu allt um okku!!! jájá og við vissum ekki neitt hver hver var.. nema Óli Jens því hann var að læra hjá pabba í denn og svona einhvernvegin alltaf verið svo næs. Nú þetta er heljarinnar hæfileikafólk og það var sko heldur betur sungið og spilað. Börn Óla eru Öll í tónlistinni.. Erna Hrönn er söngkona í Bermuda.. Jenni er gítarleikar í Brainpolis og yngsti sonurinn sem ég man ekki hvað heitir er trommari.. það var hver smellurinn á fætur öðrum... allt uppáhaldslög Ömmu þeirra.. ég var bara með gæsir allan tíman get ég sagt ykkur. Það var líka barnabarn hennar sem heitir Brynjar og er 14 ára sem söng tvö lög... vá hvað hann söng vel.. bara ótrúleg rödd í strák á þessum raddbreytingar-aldri
fórum á lóðina í morgun allir nema Elvar hann fór í afmæli til Júlíusar í Ártúni.. afmælisgjöfin hans er að koma með okkur suður í kvöld fram á þriðjudag en hann hefur aldrei farið til Reykjavíkur.. þetta var þvílíkt spennandi fyrir elvar að geta boðið honum þetta... nú við slógum á lóðinni og slógumst..neinei grín... við drógum í rafmagnskapalinn uppí litla hús og fleira og fleira.. mjög góður dagur og fullt af góðum gestum droppuðu við... Ragna og Gunni með Gunnar Tómas og Baldur Kára... Hjalti og Kiddi komu á drauma tíma.. því þá lá Siggi og svaf í lautinni meðan ég var að slá.. þeim þótti það nú ekki leiðinlegt.. svo litu Árni, Sigrún og Kristján við.. jæja er að taka mig til fyrir suðurferð með alla litlu strákana mína.. blogga ekkert fyrr en ég kem heim úr borginni... já veit rosa leiðinlegt
Athugasemdir
Nafn og myndir benda til þess að hér sé á ferð Guðrún Ösp Sævarsdóttir!!! Er það rétt hjá mér? Je minn góður, hvað er orðið langt síðan við höfum sést?
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.7.2007 kl. 01:06
Ju Rétt
Rosalega gaman að lesa bloggið þitt..og já sömuleiðis langt síðan... hélt að jörðin hefði gleypt þig en grunaði nú samt að þú værir einhverstaðar í æfintýraferð.
Guðrún Ösp, 18.7.2007 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.