Grjótagrjót.

Þetta fer nú að verða lyginni líkast hvernig heppnin eltir þessa blessuðu klöpp mína.. ekki nóg með að það sé búið að fleyga fleiri tonn úr henni ..neinei.. í dag hringdi Norðurorka ekki parhrifin.. trúið þið því að undir öllu grjótinu sem var fjarlægt úr lóðinni og stendur núna í fjalli við lóðarmörkin í botnlanganum er kraninn fyrir sveitina!!!!! já einmitt.. og það þurfti að skrúfa akkúrat fyrir hann núna... hann skildi eftir appelsínugula stiku í miðjum haugum til að sýna okkur að þar akkúrat undir væri kraninn og við yrðum að fjarlægja grjótið.. DÍSES og það er allt uppgrafið þarna í götunni og nær ógerningur að koma almennilegri gröfu að til að fara í þetta.. því það þarf stóra gröfu í þessa hnullunga.. við byrjuðum að hringja og fá menn í málið en auðvitað vita vonlaust að fá nokkurn mann til að koma akkúrat núna..ég samt skil þetta varla ennþá því einn karlinn á norðurorku talaði við mig í dag og sagði mér að þeir myndu ekki gera neitt við heitavatnið fyrr en við værum búin að reisa húsið og færum að kinda!!! og svo 3 tímum síðar eru þeir mættir?? maður er alveg að verða ruglaður í hver segir hvað og hverjum maður á að trúa .. ég bara hleyp í hringi eins og kjáni í kringum alla þessa kalla sem benda í allar áttir.. þarf bara að fara að gefa þessu liði áttavita þannig að þeir fari allavega að benda í réttar áttir. Er ég fúl??? já næstum allavega.. ég meina hverjar eru líkurnar á því að þessi krani gæti verið á þessum stað.. ég bara botna ekki þessa ægilegu seinheppni...

áin 3áinHann er nú alveg að flippa yfir drengurinn á næst síðasta degi í sveitinni...hann stóð upp í morgun og sagði að hann langaði að baða sig í ánni!!! veit ekki alveg hvað er að honum en hann hefur mjög skrítnar þarfir og langanir..hehe..hann fór og lét þessa ósk verða að veruleika og sannfærði mig algerlega um það að þetta væri als ekki eins kalt og maður héldi..yhea RIGHT. við skulum vona að veiðimennirnir sem hafa keypt sér veiði í ánni dýrum dómum hafi ekki verið varir við hann.. það er ekki hægt að segja að honum leiðist allavega.. hann átti að vera að vinna í þessar þrjár vikur á Hömrum í kjarnaskógi en entist bara þar í 4 daga og vildi þá bara fá að vera að dröslast með mér frekar en að vera með sínum jafnöldrum á daginn.. alveg merkilegt og ég sem er algerlega að krepera á að þurfa að vera með mér flesta daga. það var nú samt ekki uppi nein sérstök ánægja á vegum akureyrarbæjar og Snorraverkefnisins þegar það mættu á svæðið blaðamenn og pólitíkusar til að grobba sig af þessu fína framtaki sínu.. og þau fengu þær fréttir að minn maður hefði ekki mætt eftir fyrstu dagana. úff erum líklega búin að klúðra þessu uppeldi eins og öðrum.. en só what honum líður vel og okkur líka. Hann fékk líka boð um að fara í siglingu frá Siglufirði með Erlu og Tóta bæjastjóra en þegar á hólminn var kominn og hann fattaði að ég ætlaði ekki með og halda í höndina á honum hætti hann við og sama sagan var þegar Gunnar sonur Maggíar hringdi og bauð honum í jeppaferð í stórum hópi land-rovera ... hann guggnaði á síðustu stundu. Ég þakka nú þessu fólki nú samt fyrir að reina... og vona nú að annað kvöld muni ganga betur þegar hann verður kominn suður og er boðinn í mat með Lillu ,Gunnari og fjölskyldu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Frænka hérna.... veit ad thetta á nu kannski ekki alveg vid thessa grein. En hvernig væri ad birta mynd af thessari "HamingjuÖnd"?? Ég var alveg viss um ad thad kæmi mynd af henni i ættarmotarblogginu, en nei... bara mynd af thér ad nudda pabba og synir mínir ad springa úr stolti!!! ;)

Kv. frá einni sem komst ekki "in person" ad sjá gripinn!

Ragga frænka (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband